Einn eða allir

Álversumræðan í Hafnarfirði er lífseig. Það hefur farið illa í Samfylkingarmenn í bæjarstjórn að eigna bæjarstjóranum einum heiðrinum af því að klúðra málum fyrir Alcan. Vilja þeir eigna bæjarstjórninni allri heiðurinn eins og öðrum afrekum bæjarstjórnar eða gildir ekki sama um vel heppnuð verk og það sem er miður vinsælt? Það er gott að vita að einingin er orðin svona góð í bæjarstjórn Hafnarfjarðar og verður skemmtilegra að fylgjast með póltíkinni í bænum á næstunni.

Annars segja sögusagnir að nú skoði álversmenn möguleika á stækkun á landfyllingu út í sjó en sjókort sýni að það eigi að vera fremur einföld aðgerð. Það skyldi þó ekki verða að menn finni aðra leið og þá verður spennandi að sjá hvort menn ætli aftur að kjósa um möguleikann í stað þess að setja tillöguna í lýðræðislegan skipulagsferil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband