13.5.2007 | 18:45
Undarlegt siðferði framsóknarmanna
Nú er kosningum lokið og Framsóknarflokkurinn galt afhroð. Formanni flokksins og ráðherra án þingsætis var hafnað af kjósendum i Reykjavík norður. Jónínu Bjartmarz, ráðherra var líka hafnað í Reykjavík suður og einn ráðherra flokksins rétt slapp inn sem uppbótarþingmaður í SV-kjördæmi. Eftir situr skemmtikraftur þjóðarinnar, landbúnaðarráðherrann, félagsmálaráðherrann og utanríkisráðherrann sem sagði fyrir kosningar ekki koma til greina að flokkurinn yrði í ríkisstjórn ef hann hlyti svona útreið eins og hann hlaut.
Nú reynir formaðurinn þingsætalausi og trausti rúinn að hanga í stjórnarsamstarfið og segist ekki geta tekið afstöðu strax fyrr en búið sé að ræða málin með sínu fólki. Af hverju í ósköpunum lýsir hann því ekki því yfir að flokkur hans verði ekki í ríkisstjórn? Hann gæti gert það um leið og hann segði af sér sem formaður flokksins, því honum hefur alls ekki tekist að ná viðunandi árangri fyrir flokkinn.
Það er kannski ekki hægt að búast við miklu af flokki sem aldrei hefur haft siðferðið að leiðarljósi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.