Hvernig ætlar Alcan forstjórinn að ná stuðningi Hafnfirðinga?

Alcan-forstjÞað kveður við annan tón hjá forstjóra Alcan þegar hann er spurður um framtíð Ísal álversins. (sjá frétt í Fjarðarpóstinum 17. tbl. 2007) Hann segir að nú þurfi að skoða hvernig hægt verði að ná stuðningi í samfélaginu fyrir stækkun álversins eins og áformin stóðu til. Hann segist hafa heyrt að nefnt hafi verið að starfsemin gæti lagst af verði álverið ekki uppfært. Hann sagði að þegar horft væri til langs tíma gæti svo farið verði verið ekki uppfært en ítrekaði að það væri ekki á næstu árum.

sjá nánar í Fjarðarpóstinum

Sjá nánar á vefsíðu Alcan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Gíslason

Jú, niðurstaðan miðaðist við fyrirliggjandi deilskipulagstillögu. Ef t.d. yrði byggt að hluta á landfyllingu væri það alveg ný tillaga. Það er stöðugt verið að koma með nýjar deiliskipulagstillögur ef mönnum líkar ekki sú fyrsta. Spurning er hvort önnur lögmál gildi hjá Hafnarfjarðarbær í þessu máli en hjá t.d. byggingameisturum bæjarins? Hins vegar hef ég staðfestan grun um að Alcan menn hafi spurst fyrir um Keilisnesið og hugi á viðræður við bæjaryfirvöld í Þorlákshöfn eftir helgi.

Guðni Gíslason, 26.4.2007 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband