Á leið á skátamót

Vormot03-227Hér um hvítasunnu alltaf vil ég vera
á Vormóti með Krýsuvíkurblæ.
Sjá Arnarfell við bláan himin bera
og brosin krydda söng með húllum hæ.

Og þegar kvöldið örmum vorið vefur
og varðeldurinn lýsir töfraheim,
og æskuþráin óskabyrinn gefur,
enginn gleymir næturvökum þeim.

Ég er kominn með glampann í augun. Synir mínir plötuðu mig til að taka að mér mótsstjórn á Vormóti Hraunbúa í Krýsuvík eftir 10 ára hlé og ég hlakka rosalega til. Hvað er skemmtilegra en að komast í grasrótarstarfið í burtu frá tölvum og símum.

Á Vormótið koma skátar frá ýmsum skátafélögum og fjölskyldubúðirnar stækka ár frá ári. Þetta er 67. Vormót skátafélagsins Hraunbúa og mótin er löngu landsfræg meðal skáta og fleiri fyrir fjör og rigningu. Að vísu spáir ekki góðu því allt lítur út fyrir að það verði rigningalaust og bjart veður, rjómablíða kannski.

Gamlir skátar eru að sjálfsögðu velkomnir að kíkja við, ekki síst á hátíðarvarðeldinn kl. 8 á laugardagskvöldið. Það er alltaf jafn gaman að dvelja á skátamóti þar sem engum dettur í hug að nota hjálparmeðul til að skemmta sér. Lengi lifi skátastarfið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband