Undarlegt fréttamat fjölmiðla

Það er auðvitað að kasta úr glerhúsi að gagnrýna fjölmiðla en sennilega á maður aldrei að kasta nema úr glerhúsi. Það er með ólíkindum hvað íslenskir fjölmiðlar hampa meintum neikvæðum áhrifum reykingarbanns. Það er ekkert skrýtið að margir Danir pirrist, það er hreint með ólíkindum hvað þessir annars ágætu frændur okkar eru aftarlega á merinni í rétt fólks til hreins lofts. Fyrir rúmum 20 árum varð ég vitni að reykingum móður sem sat með nýfætt barn sitt hjá sér á fæðingardeild í Hvidovre! Þetta þekktist þá ekki á Íslandi.

Af hverju horfa fréttamenn ekki til annarra landa eins og Ítalíu sem tóku upp svipað reykingarbann fyrir örfáum árum? Þó þar hafi verið mikil hefð fyrir reykingum þá er mér sagt að þar sé almenn ánægja. Menn hampa réttindakröfum sem byggjast á þvinguðu jafnrétti kynja sbr. ummæli núverandi félagsmálaráðherra en virðast finna reykingarbanni allt til foráttu. Á starfsfólk veitingahúsa ekki sama rétt og annað starfsfólk? Eini gallinn við þessar reglur eru þær að fólk er komið meira út með reykingarnar og íslenska heilnæma loftið er ekki það sem áður var.

Blaðamenn mættu gjarnan skoða allar hliðar málsins og skoða allar jákvæðu hliðarnar, enda eflaust búnar með kvótann á umfjöllun um meint neikvæð áhrif reykingarbannsins.


mbl.is Danskir veitingamenn æfir vegna reykingabanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Undarlegt mat þitt á fréttamati fjölmiðla ef þú heldur að umræðan um reykingabann á húsnæði í einkaeigu hafi verið einkaeignarrétts-hlynntum í hag!

Geir Ágústsson, 19.6.2007 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband