25.11.2007 | 01:41
Glæsilegir tónleikar
Mikið óskaplega voru þetta skemmtilegir tónleikar. Kim var frábær og ungu strákarnir með honum flottir og frábærir tónlistarmenn. Auðvitað saknaði maður nokkurra laga og greinilegt að ég hafði upplifað hann fyrr en ýmsir í kringum mig sem trylltust þegar lög sem ég hafði sennilega aldrei heyrt voru spiluð. Umgjörð tónleikanna var flott, lýsingin með því besta sem ég hef séð og nýja höllin flott. Hins vegar eru umferðarmál þarna í algjörum ólestri og vart hægt að bjóða upp á tónleika þarna með þessa einu aðkomuleið. Tak Kim Larsen og Kjukken.
Kim Larsen hélt uppi fjöri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.