Gaman en tap í Útsvari

Það var súrt að tapa í Útsvari, sérstaklega þar sem við þurftum bara að svara einni af þremur síðustu spurningunum og náðum ekki að nýta okkur hjálp Gísla Ásgeirssonar, símavinar okkar. Við getum þó verið hreykin af fyrri hlutanum, hann gekk mjög vel, ekki síst "Actionary"spurningarnar þar sem við skoruðum fullt hús. Leikhæfileikar Bjarkar nutu sín og við Sævar Helgi sýndum mikla getvisku. Nýsköpunarstjórnin setti okkur út af laginu og stigin létu á sér standa í lokin og reyndar fékk hvorugt liðið stig í stóru spurningunum í lokin.

En keppnin var skemmtileg og mjög gaman að keppa við Skagamenn. Til hamingju Skagamenn og takk fyrir drengilega og umfram allt bráðskemmtilega keppni. Þökk til þáttastjórnenda og spurningahöfundar (þó við hefðum í lokin kosið spurningar sem hentuðu okkur betur :)

Utsvar-Akranes-FP 

Lið Akurnesinga: Bjarni Ármannsson, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Guðríður Haraldsdóttir. (Ljósm.: Guðni Gíslason)

Utsvar-Hafnarfj-FP

Lið Hafnarfjarðar: Guðni Gíslason, Björk Jakobsdóttir og Sævar Helgi Bragason. (Ljósm.: Jakob Guðnason)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyrún Linnet

Þú (og hinir líka) komst ótrúlega vel út úr keppninni og stóðst þig mun betur í giskinu í actionary en kvöldið áður. Fór beint á netið eftir jólahlaðborðið og hraðspólaði yfir keppnina, varð að vita hvort öll fjölskyldan þyrfti að vera með hauspoka eins og sumir (mið daman á Arnarhrauninu...) virtust hafa áhyggjur af.

Eyrún Linnet, 3.12.2007 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband