Menningarmálanefnd og Gríman

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar (ein þriggja manna nefnda bæjarins) telur eðlilegt að öll sveitarfélög sem reka atvinnuleikhús styrki Grímuhátíðina í hlutfalli við stærð þeirra.

Það hefur kannski farið fram hjá mér en ég hef ekki orðið var við að Hafnarfjarðarbær reki atvinnuleikhús nema að bæjarstjórnin sé kölluð leikhús hjá menningarforkólfunum. Hafnarfjarðarbæjar leggur óhemju fé í leikhús í Hafnarfirði skv. samningi við Menntamálaráðuneytið og Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóð og Háðvör auk þess sem Leikfélag Hafnarfjarðar er líka styrkt, stórmerkilegt áhugaleikhús sem ekki er nefnt í bókun nefndarinnar.

Af því að við borgum svo mikið þá eigum við að borga meira? Skrítin rökhyggja. Er ekki kominn tími á einkafyrirtækin að styrkja verðlaun til leikhúsfólks. Fólk sem þangað kemur ætti að borga vel fyrir sæti sín og þá ætti þetta að vera létt þraut fyrir Grímuaðstandendur að halda sína hátíð. Reyndar finnst mér þetta svolítið sjálfhverf hátíð og kannski ætti menningarmálanefnd að huga sjálf að því að veita viðurkenningar til svo margra hér í bæ sem leggja sitt af mörkum til að efla menningu hér í bæ, af hvaða tagi sem hún er.

Ekki má gleyma að þessi sama nefnd klúðraði Hvatningarverðlaunum ferðamálanefndar þrátt fyrir að hafa fengið ágætis tillögur að endurbætur að þeim.

Gríman er fallin. Söfnum peningum í "Hús fólksins" þar sem hampa má fjölmenningu bæjarbúa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband