Fyrirmyndarríkið - ríkin

Ekki kemur mér þetta á óvart. Bandaríki Ameríku eru að verða að tákni þess sem ég vildi ekki að einkenndi land sem í bý í. Ef ríkisstjórn Bandríkjanna og landsmenn geta losað sig við þörfina að hafa alltaf einhvern djöful að berjast við þá gætu málin farið að þróast á betri veg. Ung frænka mín bandarísk taldi varasamt að herinn færi þegar ég ræddi málið við hana stuttu áður en tilkynning kom um brotthvarf herliðsins á Keflavíkurflugvelli. - Þá kæmi einhver í staðinn. Ég hló og spurði hver ætti að hafa áhuga á okkur. "Kínverjar" sagði hún. Fyrrum skiptinemi, brasilískur, sem er við nám í alþjóðafræðum í Japan sagði það fásinnu, þeir hefðu engan áhuga og ekkert hingað að sækja. En frænka mín lét ekki segjast.

Það þarf ekki alltaf einhver djöfull að vera til að varast. Þetta er meinsemd í bandarísku þjóðlífi og ekki að undra að margir sofi með skammbyssu undir koddanum. Það var synd að þeir kunnu ekki að telja í Florida. Að Bush skyldi verða forseti er eitt það versta sem hefur komið fyrir Bandaríkin og heimsbyggðina í langan tíma.

Ekki langar mig til lands þar sem fólki er tekið með þvílíkum grunsemdum.


mbl.is Fangelsuð í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kínverjar væru þó skárri...

Solla (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 13:42

2 Smámynd: Helga Linnet

Kínverjar eru svo ofsalega kurteisir og siðsamir að þeir eru sko pottþétt skárri en kaninn.

"Að Bush skyldi verða forseti er eitt það versta sem hefur komið fyrir Bandaríkin og heimsbyggðina í langan tíma." eru orð að sönnu

Helga Linnet, 12.12.2007 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband