Kristilegt siðferði

Ég hrósaði menntamálaráðherra fyrir skeleggar skoðanir sínar á kröfum samtakanna Siðmenntar. Stend ég við það hrós að sjálfsögðu.

Nú ber svo við að nú vill hún ekki hugtakið "kristilegt siðferði" í lagatexta og ber við fyrirskipun Evrópudómstólsins. Hvað segir stjórnarskrá okkar? Hver er saga okkar? Er einhver sem hefur eitthvað á mót kristilegu siðferði? Sennilega ekki einu sinni félagsmenn Siðmenntar né Ásatrúarfélagsins. Hvað er þá að? Ráðherrann sagði í Kastljósi að alls ekki væri að gefa eftir fyrir minnihlutahópum og mætti svo alls ekki vera. En af hverju þá að taka það út. Það er svo skrýtið að aðgerðin að taka hugtakið út er sterkari en að hafa ekki sett það inn.

Ég veit ekki hvort það sé svo alvarlegt fyrir þjóðkirkjuna að fermingarfræðslan fari úr skólunum. Ég fékk mín fermingarfræðslu í kirkju og mín börn hafa fengið fermingarfræðsluna í kirkju og safnaðarheimili Fríkirkjunnar og sú fræðsla var mjög góð og eflist enn. En auðvitað eru það undarlegt ef ekki má sinna fermingarbörnum sem hljóta fræðslu vegna trúar sinnar og því vart hægt að tala um trúboð. Ég segi enn og aftur að minnihlutanum er enginn greiði gerður að hindra eðlilegt starf þeirra sem aðhyllast kristni og gaman væri að vita hversu margir "ekki kristnir" vilji banna að kristin börn fái sína fermingarfræðslu í skólanum.

Kannski erum við ekki vön fjölmenningu og að vinna saman með mismunandi trúarbrögð en boð og bönn hjálpa ekki. Skilningur á viðhorfum hvers annars er miklu mun mikilvægari en formsatriði. Það er hins vegar ekki það sama og vera samþykkur skoðunum annarra.

Látum þingmenn okkar ekki gelda fræðslulögin vegna hræðslu við alþjóðadómstólinn. Metum stöðuna út frá okkar eigin forsendum og tökum á málinu eftir þörfum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

Ég hef svosem ekkert á móti kristilegu siðferði, það er bara svo erfitt að átta sig á því hvað þetta hugtak þýðir. Biblían er t.d. stútfull af vafasömu siðferði og hreinum mótsögnum. Gunnar í krossinum túlkar þetta hugtak örugglega ekki á sama hátt og prestur í fríkirkjunni. Er ekki bara betra að skilgreina skýrt og greinilega almenn siðferðisviðmið sem allir skilja og allir geta sæst um?

Annað sem útvatnar þetta hugtak í hugum fólks er það þegar fólk sem setur sig á stall og  gefur sig út fyrir að vera sérfræðingar í kristilegu siðferði, virðist ekki hegða sér sérstaklega í anda umburðalyndis og náungakærleiks, sem eiga jú að vera kjarninn í þessu er það ekki. Gott dæmi er t.d. fyrrnefndur Gunnar sem finnst eðlilegt að niðurlægja fólk vegna kynhneigðar þess. Biskupinn er ekki mikið skárri, eins og sjá má á ummælum hans undanfarið.

Ari Björn Sigurðsson, 12.12.2007 kl. 22:04

2 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Það er til marks um siðferði ríkja og samfélaga hvernig þau hantera minnihluta (hvort sem sá er stór eða lítill) og einnig þá sem minna mega sín.  N'u um skeið hefur meirihlutaofbeldi verið ráðandi í stjórnmálunum - - "sá sem ræður ræður öllu" - - jafnvel með 1 atkvæðis mun.   Yfirgangur einhvers meirihluta "kristinna" hefur verið alger - og náð inn í skólana.  Menntamálaráðherra  (sem sjálf er vel kristin) -  hefur skilið það að til öll börn eiga rétt í skólanum og á skólatíma - - og þó einhver minnihluti (kannski 2-4 börn í einum árgangi) - sé fámennur - þá á hann ekki að þurfa að sæta útilokun og einangrun sem beinlínis framkallar yfirgang og einelti af hálfu "meirihlutans" - - eða vera nánast vísað út af meðan hinir sækja "trúariðkun" eða undirbúning fyrir sína iðkan í fermingarfræðslunni.

"Kristilegt siðgæði" - - er ekki það sem er viðunandi að fyrirskipa - - af því að það tilheyrir trúarbrögðum - - - en jákvæður siðferðisboðskapur kristninannar  -  "sáttfýsi með skilningi og umburðarlyndi"   - - -  er kannski einmitt betur undirstrikaður með þessarri breytingu - þar sem meirihlutanum er ekki lengur leyft að vaða yfir.  

Þorgerður Katrín er þarna studd af sanngirni og góðu "siðgæði" í kristilegum anda . . um leið og úrskurður Mannréttindadómstóls Evrópu gagnvart Norðmönnum er á bakvið hana.

Guðni karlinn var úti á túni eins og vant er . . .. . .  vissi ekki hvort hann var að koma eða fara

Benedikt Sigurðarson, 12.12.2007 kl. 22:07

3 Smámynd: Guðni Gíslason

Ég hef aldrei verið í vafa um kristilegt siðferði. Mennirnir eru breyskir hvort þeir heiti Gunnar eða Karl. Það hefur ekkert með kristilegt siðferði að gera. Kærleikurinn fyrirgefur allt, umber allt... osfrv. Komi hann fram sem segir þetta ekki rétt.

Hver segir að minnihlutinn eigi eða þurfi að vera afskiptur? Að vera öðruvísi en meirihlutinn er alltaf erfiðara, líka fyri meirihlutann. Það væri nær að menn einbeyttu sér að því að tryggja skilning milli manna. Öll erum við öðruvísi en samt eins. Við erum svo vanþroskuð í þessum mannlegu samskiptum. Hvers vegna er í lagi að nefna við einhvern að hann sé mjór en ekki feitur? Við þurfum öll að læra að umbera fólk sem er öðruvísi og fólk þarf líka að taka því að fólk reyni að breyta öðrum eftir sannfæringu sinni. Við erum að því alla daga, frá hinu minnsta máli. Góð umræða um málefni er bara af hinu góða. Ég hef oftsinnis rætt við trúboða sem bankað hafa upp á hjá mér. Það hefur verið fróðlegt að hlusta á þeirra mál og ekki síst að kynnast viðkomandi lítillega. Það er ekki þar með sagt að ég aðhyllist þeirra trú. Ég hef alltaf val.

Málið snýst ekki um orðalag. Það þarf ekki að laga sem ekki er skemmt.

Guðni Gíslason, 12.12.2007 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband