15.12.2007 | 20:41
Röng markatala
Ekki veit ég hvað mikið er að marka þessa frétt. Leikurinn fór 24-21 fyrir Fylki ekki 34-21. Undir lok fyrri hálfleiks voru Fylkiskonurnar komnar með góða forystu, átta mörk þegar ég kom í hús en eftir það var leiðin bara upp á við og á tímabili munaði einungis 2 mörkum. FH-stúlkurnar voru óhræddar að skjóta á markið en mörg skotin fóru framhjá eða voru varin en mín kenning er að ekki verði skorað mark nema skotið sé að markinu! Stundum finnst manni eins og það sé ekki alltaf á hreinu í boltaleikjum. Hins vegar gerðu FH-stúlkurnar allt of mörg klaufamistök undir lok leiksins og það réði baggamun. Vonandi eru FH-stelpurnar að ná sér á strik og verður gaman að fylgjast með þeim eftir áramót.
Fylkiskonur lögðu FH-inga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.