21.12.2007 | 12:10
Kaldar kveðjur femínistafélagsins til karla
Askasleikir óskar sér þess að karlar hætti að nauðga" stendur á jólakorti Femínistafélags Íslands skv. þessari frétt. Þetta er köld jólakveðja til allra þeirra sem vilja jafnrétti í landinu. Femínistafélag er greinilega ekki í þeim hópi. Fagna ég því ef Félag ábyrgra feðra á Akureyri kæri félagið fyrir útgáfu kortsins enda er það særandi og móðgandi fyrir karlmenn.
Er með ólíkindum að nokkrum manni detti í hug að gera svona og þar að auki að blanda börnum inn í þennan áróður eins og gert er á kortinu. Nú er nóg komið. Sem jafnréttissinnaður einstaklingur gef ég frat í Femínistafélag Íslands og kref það um opinbera afsökun.
Ósáttir við jólakort femínista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
já hér er klárlega gengið of langt!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 21.12.2007 kl. 12:26
Ég er nú bara miður mín að sjá þessi skilaboð og að tengja þau við jólin og jólasveinana er bara ekki hægt. Vona að þetta gerist ekki aftur með þessum hætti.
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 12:37
Hið sanna eðli þessara samtaka kemur þarna berlega í ljós.
Viðar Freyr Guðmundsson, 21.12.2007 kl. 12:59
Í raun ættu allir karlar að sækja félagið til saka þar sem félagið er að saka hvern einn og einasta karl að vera nauðgari.
Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.