Ljósin í myrkrinu

Nú er dimmasta tíð á Íslandi. Ekki svo að ástandið sé svo slæmt - nei nú nýtur minnstrar sólar við. Sums staðar sést engin sól, þar sem fjöllin hindra aðgang hennar að hjörtu manna. Það er því kannski ekki svo undarlegt að fólk kveiki víða ljós í þessu svartasta skammdegi.

En stundum getur verið of gert. Myrkrið er dásamlegt því það er grundvöllur þess að við getum notið birtunnar. Það má því segja að myrkrið sé fyrir okkur fólkið eins og stiginn er fyrir málarann. Þegar búið er að þekja strigann með öllum litum sést vart þó enn meir sé bætt við. Ef við setjumst inn í myrkvað rými og kveikjum á einu kerti, lifnar allt við og við sjáum bæði fólkið sem er með okkur og jafnvel allt rýmið. Allt breytist við þetta litla ljós. Ef við sitjum inn í sama rými, uppljómuðu af rafljósum og kveikjum á sama kerti gerist lítið. Þetta litla kerti breytir litlu vegna þess að við eigum svo mikið ljós.

Sama er með líf okkar.

Gleðileg jól


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Gleðileg jól Guðni til þín og þinna með þökk fyrir árið sem er að líða og liðin ár og þitt góða blað Fjarðarpóstinn.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 24.12.2007 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband