Bringusundlaugin

Þetta er nú með skemmtilegri myndum sem jafnréttisbaráttan tekur á sig. Mikið eigum við karlmenn gott að hafa getað þanið beran brjóstkassann í marga áratugi. Ég minnist nú reyndar mynda af sundmönnum og konum þar sem eini munurinn á sundfötum var fjöldi hlýra, karlmenn voru flestir með einn en konur tvo.

Vonandi verður okkur ekki gert að minnka umfang sundskýlunnar niður í þvengbuxur kvennanna, mér yrði allavega ekki skemmt að sjá karlana þannig klædda.

En ég legg til að hinn framsækni bæjarstjóri í Hafnarfirði taki þetta upp í nýju sundmiðstöðinni sem nú er leitað að nafni á. Kannski gæti laug þar sem berja má konubrjóst augum heita Berjalaug, Brjóstalaug eða þá bara Jafnréttissundhöllin svo ekki sé minnst á Bringusundlaugin.

Annars vekur nafnið á bæjarfélaginu sænska, kátínu í þessu sambandi, sem upp á íslensku lesist sund-svall :) Varla var það tilgangur "Bara bröst" fólksins.


mbl.is Ber brjóst leyfð í Sundsvall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Ég hef fyrir nokkrum vikum bloggað um álíka frétt og birti þá mikið betri myndir en þessa teprulegu mynd á mbl.is

Vendetta, 8.1.2008 kl. 18:14

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Jafnréttissundhöllin væri alveg brilljant Guðni.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 9.1.2008 kl. 01:18

3 Smámynd: Guðni Gíslason

Annars lofar viðhorf Íslendinga ekki góðu. Ég heyrði í morgun samtal við konu á skíðasvæði í Ölpunum þar sem hún kvartaði sáran undir þeim sið þar að fólk fari nakið í saunu. Sagði hún að til orðaskipta hafi komið við hótelstýruna út af þessu og hneykslaðist hún á að karlmenn væru ekki að hafa fyrir því að leggja handklæði yfir sig miðja. Mér finnst ótrúlegt með Landann að við heimtum að taka upp flesta siði útlendinga, bjórleyfið var rökstudd með því að þetta væri siður gestanna en svo eltum við að jafnaði siði annarra þegar við förum til útlanda - nema í saunu. Kannski finnst útlendingum þetta léttvægara en að reka alla úr skónum þegar inn í hús er komið?

Annars held ég að þessi íslenski hópur hafi verið einhver tepruhópur, ég hef stundað sauna í áratugi og það er einfaldlega siður að í saunu fer maður nakinn. Að jafnaði fara kynin aðskilin og meira að segja í Finnlandi er það allmennt nema innan fjölskyldna og vinahópa þó þar sé víða að verða breyting á. Á skíðasvæði í S-Týról vakti Íslendingur í sundfötum meiri athygli en hinir svo ef menn vilja vekja athygli á sér þá er þetta kannski leiðin. Annars er ég alveg sammála viðhorfum "Bara bröst" fólsksins sænska að dulin nekt vekur meiri spennu en þegar allt sést. Það var myndabrandari í gamla góða danska Hudibras. Þar stóðu tveir ungir piltar og horfðu niður á nakta konu í nektarnýlendu. "Mikið væri flott ef hún væri í hálfgegnsæum bol", sagði annar. Það er ekki nektin í sjálfu sér sem skiptir máli heldur hugarfarið. 

Guðni Gíslason, 9.1.2008 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband