Hver kaus þessa menn?

Lifandi skelfing eigum við vitlausa þingmenn. Hafa þeir ekkert þarfara að gera? Þetta er reyndar í takt við umfjöllun fjölmiðla um reykingarbönn, þeir hama þeim sem kvarta en steinþegja yfir því jákvæða við slíkum bönnum. Hún var t.d. stutt fréttin um jákvæðar afleiðingar á hjartaáföll á Ítalíu eftir að þar var innleitt reykingarbann fyrir nokkrum árum með mjög góðum árangri og ánægju.
mbl.is Vilja leyfa reykingaherbergi á skemmtistöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef Sif Friðleifsdóttir myndi nú hætta að tala um þessa fjandans tækni og slíkt endemis rugl, væri hægt að taka mark á henni.  Þetta var flott frumvarp hjá henni og löngu tímabært en hún bara lætur einhverja vitleysings-verta ganga yfir sig.  Það hefði átt að sekta þessa gauka sem leyfðu reykingarbannið þar sem þeir voru að brjóta lög.  Svona vinnubrögð að ríkið láti slíkt viðgangast er hreint út sagt fáránlegt . 

 Ég er alveg fullviss um að eftir 2 ár í algjöru reykleysi á almenningsstöðum/skemmtistöðum og það yrði kosið um reykbann áfram eður ei, þá myndu ennþá fleiri vera sammála banninu.  Afhverju? Jú, af því að það tekur fólk tíma til að venjast öllu og við reyklausa fólkið höfum þurft að þola reykingar síðan þessi andskoti var troðið yfir okkur.  Hvað munar þá um 2ja til 3ja ára viðsnúning í þessu sambandi til að leiðrétta þetta mannréttindabrot sem við höfum þurft að upplifa í tugi ára?  Þetta er ekki bara spurning um hverjir vinna á stöðunum heldur líka almenning.  Wake up call til alþingismanna!

eikifr (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 16:44

2 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Ég kaus f listann og sé ekki aftir því. Kommar eins og eiki hafa því miður hættilega mikill völd í Evrópu.

Alexander Kristófer Gústafsson, 12.2.2008 kl. 16:48

3 Smámynd: Ólafur

Mér finnst besta mál að þingmenn sjái að það er óþarfi að vaða yfir frjálsa borgara "lýðveldisins" með öfgakenndri forræðishyggju.

Ólafur "Tröllabarn" Georgsson, 12.2.2008 kl. 16:53

4 Smámynd: Guðrún Fanney Einarsdóttir

Mér finnst þetta góð hugmynd, þarf bara fólk sem reykir að vera þarna, enda eru allir sem reykja ekki alltaf hjá fólki sem reykir á djamminu þannig skil ekki hvað málið er!!! Þoli ekki þegar eru öll þessi boð og bönn alls staðar, auðvitað eiga eigendur skemmtistaða að ráða hvort það megi reykja!! þetta er nú þeirra staður, fólk getur þá bara rétt eins ráðið hvort það fer þangað inn eða ekki, finnst að ríkið eigi ekkert að skipta sér af því!!

Guðrún Fanney Einarsdóttir, 12.2.2008 kl. 17:11

5 identicon

Þingmennirnir eru að gera rétta hlutinn með því að leggja fram þetta frumvarp. Rosalega finnst mér fólk orðið heimskt, vill bara banna allt.

Ég reyki ekki, en mér finnst þeir sem reykja eigi að hafa fullan rétt til að reykja innandyra en ekki að vera húka úti í -14° og 40 metrum á sek.

Svo finnst mér líka rétt að fólk megi gera það sem það vill án þess að það komi niður á eitthverjum öðrum og með reykherbergjum er verið að auka frelsi fólks.

 Ekki vilt þú vera kind sem ferðast bara með hjörðinni ? Þú vilt ráða yfir þér sjálfur.

 Guðrún summaði þetta upp samt.

Gunnar (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 17:26

6 identicon

Eitt er á hreinu...reykingafólk er annars flokks illa lyktandi þegnar þjóðfélagsins sem við eigum eftir að þurfa púkka undir rassgatið á þegar þetta lið er komið með krabbamein eða lungnasjúkdóma. En það er aldrei of seint að hætta að reykja

Var sjálfur reykingamaður fyrir 5 árum í rúm átta ár en ég var ekki að væla yfir því ef ég mátti ekki reykja einhverstaðar! Hafði bara nógu mikið vit til að hætta og þá ættu flest allir að geta það Gerið þið það fyrir ykkur og fjölskyldu ykkar að hætta að reykja.

Haukur (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 22:45

7 Smámynd: Guðni Gíslason

Haukur, reykingarfólk er ekkert hægt að dæma sem annars flokks fólk. Þetta er fólk eins og ég og þú. Ég hef aldrei reykt en það segist þú hafa gert og ekki flokkar þú þig sem annars flokks fólk. Reykingar eru okkur allt of dýrkeyptar og það er arfavitlaust að gera ekki allt til að minnka þær og helst koma í veg fyrir. Til þess þarf breytt almenningsálit og þor stjórnmálamanna.

Guðni Gíslason, 12.2.2008 kl. 23:25

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðni.

Að vissu leyti hefur hér verið farið offari í ákveðinni tegund " heilsuforsjárhyggju " meðal annars vegið að tjáningarfrelsi í tóbakslögum.

Varðandi kostanað reykingamanna þá skilst mér að þeir deyi mun fyrr vegna sinnar neyslu og kosti þar með minna en því til viðbótar greiða þeir himinhátt gjald af tóbaki sem rennur á hverjum tíma í heilbrigðiskerfið.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.2.2008 kl. 01:44

9 Smámynd: Guðni Gíslason

Sæl Guðrún María. Þarna er ég alls ekki sammála þér. Það hefur alls ekki verið farið hamförum. Þá held ég að gjöldin af sígarettupökkunum dugi ekki upp í marga pakka af krabbameinslyfjum. En ég vil alls ekki verðleggja fólk. Við viljum ekki missa fólk úr reykingum frekar en öðru. Ég ítreka að ég tel umfjöllun fjölmiðla um reykingarbannið hafa verið með ólíkindum og aðeins einblínt á neikvæða þætti fyrir reykingarmenn. Hvað með alla aðra? Hvað með það reykingarfólks sem fagnar þessu? Hvað með minna þrif og viðhald eftir að reykingar voru bannaðar. Strangar reglur verða til þess að barir og kaffihús endurheimta gestakomuna, hafi þeir þá misst eitthvað.

Guðni Gíslason, 13.2.2008 kl. 02:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband