6.3.2008 | 19:58
Kominn með pungapróf
Þá er maður fær í flestan sjó - og það bókstaflega því í hádeginu fékk ég afhent prófskírteini sem segir að ég má sigla skipum upp að 30 brúttólestum. Verð ég þá löglegur þegar ég sigli 2,2 brúttólesta trillunni okkar Gylfa í sumar. námskeiðið var bráðskemmtilegt, hópurinn var skemmtilegur og fjölmargt sem lærðist um siglingar.
Það voru tveir hópar sem voru útskrifaðir í dag. Jón B. Stefánsson, skólameistari hélt smá tölu og afhenti okkur prófskírteini og svo var okkur öllum boðið í mat í matsal Fjöltækniskólans. Jón fræddi okkur um það að Sjómannaskóli Íslands sem skóli hefur aldrei verið til, húsnæðið fékk þetta nafn í upphafi! Þetta vissi ég ekki. Þá er bara að drífa sig í Björgunarskólann í vor og treysta á að björgunarmálin verði í betra lagi þar en þegar nokkrir voru næstum dauðir úr vosbúð í vetur.
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt 7.3.2008 kl. 13:04 | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með pungaprófið Guðni.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 7.3.2008 kl. 01:00
Kærar þakkir Guðrún María, það á örugglega einhvern tíma eftir að koma sér ve. l
Guðni Gíslason, 7.3.2008 kl. 01:04
Ég efa það ekki Guðni og mig dauðlangar sjálfri að taka slíkt próf.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 8.3.2008 kl. 02:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.