Svo monta þeir sig af þessu byssumennirnir og láta mynda sig við hræið. Ég skammast mín núna fyrir að vera Íslendingur.
Umhverfisráðherra er hættulegur umhverfinu, það er ástæðulaust að skjóta hann en hann á að segja af sér!
Reynt að koma í veg fyrir að fella þurfi næsta hvítabjörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Guðni minn, hættu nú alveg!
það er vitað að dýrið var mjög líklega svangt og er þar með orðið lífshættulegt. Hvað ef það hefðu verið börn að leik við hús þar sem björninn kæmi að úr þokunni? Það er augljóslega ekki hægt að segja til um í hvaða átt það hefði farið, hefði átt að banna fólki að vera úti við í 100 km radíus við þar sem björninn hvarf sjónum? Og hvað lengi? Í Noregi eru birnir umsvifalaust skotnir ef þeir ganga á land. Það er ástæða fyrir því og hún er sú að þeir DREPA fólk.
Vinkona mín var að vinna á Svalbarða og þurfti til þess byssuleyfi. Það var til að geta skotið hvítabjörn ef hann kæmi of nálægt mannabyggðum.
Ég get skilið að hér á moggablogginu séu margir að æsa sig yfir þessu enda mikið hér um raunveruleikafirrta borgarbúa með ekkert of háa greindarvísitölu. En hingað til hef ég einungis talið þig falla undir einn hluta af þessari skilgreiningu.. þó Hafnarfjörðurinn sé sosum soldil sveit ;)
En ég er sammála því að þessar montmyndir voru gersamlega yfir strikið..
kveðja,
Hallveig
Hallveig (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 17:56
Sæl Hallveig, auðvitað erum við sveitafólk í Hafnarfirði en það var nú ekki alveg svo að björninn væri að fara að banka upp á hjá fólki. Birnir forðast menn nema þeim sé ögrað eða að þeir séu soltnir. Það hefði mátt útvega honum einn eða tvo seli, nóg er af þeim.
Í alvöru talað þá verðum við að bera virðingu fyrir umhverfi okkar og ísbirnir eru alfriðaðir í og við Ísland. Þessi stoltu byssumenn hefðu örugglega verið til í að fylgja honum í nokkra daga í von um að fá að skjóta hann. Þarna kom fát á fólk og ákvörðunin var tekin í miklum flýti. Deyfilyf voru til í landinu og nú verða menn að læra af mistökunum svo svona gerist ekki aftur. Þetta var ekki góð kennslustund fyrir börnin okkar sem erfa munu þetta land.
Guðni Gíslason, 3.6.2008 kl. 18:12
Jamm. Í þessu svari er vert að skoða tvennt. Annars vegar að birnir forðist fólk nema þeir séu soltnir. Það var einmitt talað um að þessi hefði án efa verið það.
Ef farið hefði verið í það að drepa seli ofan í bangsa þá hefði líklegast líka heyrst hljóð úr horni. Og ekki hefði það verið betra fyrir ímynd Íslands erlendis. Aumingja vesalings sætu selirnir! ;)
En ég er algjörlega sammála því að það þarf að vera með einhverskonar áætlun ef annað eins gerist aftur. Það er t.d. heimskulegt að ekki hafi verið til deyfilyf á Norðurlandi, þar sem hlýtur að teljast líklegt að birnir gangi þar í land landfræðilega séð. Vonandi verður bætt úr þessu.
En ég fer samt ekki ofan af því að fyrst staðan var svona hafi þetta verið það rétta. Það gerir enginn að gamni sínu að elta svangan hvítabjörn upp um fjöll og firnindi í þoku.
Hallveig (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 20:55
Sæll Guðni.
Ætli myndatöku af þessum atburðum verði ekki að skrifa á fjömiðlamenn ?
Gæti trúað því.
Hingað til hefi ég ekki haft ástæðu til að hrósa umhverfisráðherra fyrir eitthvað sérstakt en ég geri það nú varðandi það að fela heimamönnum á staðnum að meta aðstæður í þessu efni , sem er hvoru tveggja sjálfsagt og eðlilegt.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 4.6.2008 kl. 01:16
Sæl Guðrún María,
Mér sýnist reyndar fjölmiðlamenn hafi tekið mynd á hlið, svo það hafa verið byssumennirnir sem bera ábyrgðina. Annars má alveg bögga blaðamenn :)
Það er engin dyggð að fela heimamönnum að meta aðstæður ef þar eru bara byssumenn. Skrítið hvað þeir voru fljótir á staðinn en enginn vissi af deyfilyfi dýralæknisins. Ég held að þjóðin hafi talað í þessu máli. Svona gerum við ekki.
Ég hef ekkert sérstaklega verið að agnúast út í umhverfisráðherra, en það á ekki að skjóta fyrst og spyrja svo þegar menn eiga í höggi við alfriðuð dýr. Ég hef áhyggjur af aukinni byssueign þjóðarinnar sem ekki skýtur sér til matar, heldur til skemmtunar fyrst og fremst.
Guðni Gíslason, 4.6.2008 kl. 01:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.