Loksins jákvæðar fréttir af reykingarbanni

Það er gaman að sjá að blaðamenn eru að byrja að sjá að sér og hampa ekki bara neikvæðum áhrifum reykingarbanns og er skemmst að minnast þess hversu Kormáki nokkrum veitingamanni og grátklökki hans hefur verið hampað á kostnað frétta af jákvæðum áhrifum reykingarbanns.

Reyndar er með ólíkindum að heimilt sé að flytja inn og selja þetta vanabindandi eitur.


mbl.is Reykingabann hefur víðtæk áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er sammála á bara að banna þetta. verður rifrildi og vesen í ár. einstaka prumpufréttir af Kormáki en svo bara búið. Ég verð allavega svo geðveikt reiður þegar allar fréttirnar eru kormákur vælandi yfir hávaðmengun og prumpulykt af því að það má ekki reykja lengur. Þetta er svo mikil geðveiki. Áður en að þetta bann kom á, ef ég fór niður í bæ og var að skemmta mér þá varð ég þunnur og tjónaður daginn eftir þó ég hefði ekki verið að drekka. Bara af því að maður labbaði inn í eitthvað reykingar ský. Svo er verið að tala um rétt fólksins til þess að reykja, auðvitað á fyrst og fremst að hugsa um þá sem ekki vilja reykja ef maður er að tala um eitthvað sem er skaðlegt heilsu. Jú jú kannski væri hægt að koma fyrir reykingarklefum, en ég meina hvaða reykingarmaður hefur ekki reynt að hætta? ALLIR hafa reynt. Það á bara að hjálpa þeim. Banna þetta bara

Fannar (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 23:29

2 Smámynd: Sævar Einarsson

Er til svona bilað fólk sem vill brjóta á réttindum fólks sem vill fá að lifa sínu lífi eins og það vill ? Ég trúi bara ekki því sem ég er að lesa hérna ! Með fullri virðingu þér herra Guðni Gíslason þegar þú segir"Reyndar er með ólíkindum að heimilt sé að flytja inn og selja þetta vanabindandi eitur" Er þér full alvara með þessu ? hvað má þá segja um golfið ? það er hellingur af fólki að smella sér í gólf í glasi, bjór, rauðvín o.f.l. á þá ekki bara að  banna gólf á Íslandi,  Reyndar er með ólíkindum að heimilt sé að flytja inn og selja þetta vanabindandi eitur sem gólf er því hún leiðir oft útí drykkju, Eða hestafólk sem hefur dáið við að detta af baki drukkið, og hestamannamótin eru margir drukknir, bönnum hesta! Sama má segja um áfengi og þá geri ég þín orðum að mínum og segi "Reyndar er með ólíkindum að heimilt sé að flytja inn og selja þetta vanabindandi eitur" Og Fannar ef þetta var svona rosalegt, hversvegna fórstu þá í bæinn þær búllur sem voru illa búinn lofthreinsibúnaði ? gott dæmi var NASA, ég fór 3svar þangað inn og aldrei fór ég aftur þangað inn þó ég reyki, maður fékk köfnunartilfinningu en þeir sem voru að poppaðir var slétt sama.

Sævar Einarsson, 1.7.2008 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband