19.11.2008 | 12:49
Hugsaðu þig um áður en þú hnerrar!
Á dv.is mátti lesa eftirfarandi frétt í dag:
Hnerri kostaði mann næstum lífið
Höfundur: Ritstjórn DV (ritstjorn@dv.is)
Ótímabær hnerri kostaði Bandaríkjamanninn Andrew Hanson næstum því lífið í gær. Hinn 42 ára gamli Hanson var að aka á þjóðvegi í nágrenni Boston í þegar hann fór að kitla í nefið. Hnerrinn var það öflugur að Hanson missti stjórn á ökutæki sínu og keyrði á fullri ferð ofan í á sem var við veginn.
Hanson náði að komast út úr bílnum og synda í land og slapp með minniháttar meiðsli. Hann hugsar sig væntanlega tvisvar um áður en hann hnerrar næst undir stýri.
Þeir eru greinilega mjög yfirvegaðir á ritstjórn DV að geta ákveðið alveg hvenær þeir hnerra og hvenær ekki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.