Leyfið þeim sem trúa að vera í friði

Nú líður að jólum og jólaskreytingar lífga upp á svartnættið, bæði hið raunverulega og það sem í hugum manna kanna að búa. Oft hefur verið rifist um hvenær jólaljósin mega sjást en nú held ég að allir fagni birtu ljósanna í svartasta skamm­deginu. En það eru fleiri ljós sem kvikna, því nú fer að bera á tilboðum um menn­ingar­viðburði auk þess sem kirkjurnar opna sem aldrei fyrr dyr sínar og bjóða fólki að koma í hlýja sál­ar og líkama. En sumir vilja bera skugga á gleði meiri­hlutans og vilja ala vantrú í hjörtu manna. Samtök sem segjast vera merkisberar frelsis reyna að brjóta það niður sem aðrir hafa byggt upp og skaðar engan. Það er hverjum sem er frjálst að trúa hverju sem er og enginn skjal gjalda trúarskoðana sinna. Íslendingar hafa verið taldir umburðarlyndir í trúmálum enda sennilega hvergi ann­ars­staðar meira sambland trúarskoðana innan hinna kristilegu safnaða. Óvíða annars staðar virðist viðgangast „eigin trú“ þar sem fólk hefur jafnvel blandað saman kristinni trú við trú á stokka og steina. Enginn hefur agnúast út í það.

Jólin eiga að vera hátíð ljóss og friðar og ég frábið mér að einhver reyni að taka slíkt frá mér.
Ég hvet bæjarbúa til að taka virkan þátt í bæjarlífinu, fara á listviðburði, íþróttaviðburði, bíósýningar, ganga um bæinn og njóta þess sem bærinn hefur upp á að bjóða. Kaffihús, mat­sölu­staðir og verslanir bjóða bæjarbúa velkomna. Það erum við sjálf sem búum til stemmningu í bænum okkar. Hittumst í miðbænum eða á gönguferðum um bæinn, bæinn okkar aldna.

Leiðari Fjarðarpóstsins 20. nóvember 2008


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hvaða samtök eru þetta sem þú skrifar um?  Hver er að reyna að taka jólin frá þér?

Matthías Ásgeirsson, 19.11.2008 kl. 16:52

2 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Er þetta svona eins og þegar biskupinn hvatti til þess að fullorðnir segðu börnum að jólasveinar væru ekki til?

Brynjólfur Þorvarðsson, 19.11.2008 kl. 17:50

3 identicon

Jólin eiga að vera hátíð ljóss og friðar og ég frábið mér að einhver reyni að taka slíkt frá mér.

Trúleysingjar halda upp á jólin, sem hátíð ljóss og friðar, rétt eins og þú. Þeir halda bara ekki upp á Kristsmessu, heldur sólstöðurnar, jólatíðina.

Það ætlar enginn að taka af þér jólaljósin, jólasveinana og jólatréið. Þetta eru enda allt hundheiðin tákn jólatíðarinnar.

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 17:52

4 identicon

Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 17:56

5 identicon

Það er slæm stafsetningarvilla hjá ritstjóranum,"Leyfið" en ekki "leifið",ekki satt?

Gleðileg Jól.

Gaflarinn.net (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 17:12

6 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Óskaplega þykir mér lítilmannlegt af þér að svara ekki athugasemd minni.

Matthías Ásgeirsson, 24.11.2008 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband