Húsfyllir eða gífurlegt fjölmenni

Ég verða að viðurkenna að ég hef einfaldlega ekki haft tíma til að fylgjast vel með mótmælum í höfuðborginni hvað þá að taka þátt í þeim ef mér sýndist svo.

Það skondna er ekki erfitt að sjá og fyrirsögn á forsíðu Morgunblaðsins ber af. "Gífurlegt fjölmenni" í Háskólabíói, segir í fyrirsögninni. Var fólkið svona gífurlegt? stórt, feitt, frekt eða dónalegt? Mbl.is skrifaði einfaldlega "Húsfyllir". Mér fannst þessi fyrirsögn mjög skondin.

Hitt var frétt af að krafist hafi verið að þjóðin, fólkið fengi að tilnefna í allar nefndir sem skipaðar væru vegna efnahagsástandsins. Hvað er þjóðin? Kaus þjóðin ekki þingmenn? Hver ætlar að velja fulltrúa þjóðarinnar? Þetta fannst mér reyndar ekki skondið. Þetta var arfavitlaust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband