3.1.2009 | 12:43
Nær að nota strætó í nærumhverfinu
Auðvitað er það amalegt að venja fólka á strætó frá Akranesi og snarhækka svo verðið.
Hins vegar var alveg fáránlegt að selja ferðir til Akraness á sama verði og á milli tveggja stoppistöðva í sama hverfi.
Fyrst menn voru að taka upp svæðisskiptingu hefði verið nær að gera það innan höfuðborgarsvæðisins þannig að það væri ódýrara að nota strætó styttri vegalengdir.
Annars er það svo undarlegt með stofnunina Strætó að það virðist ekki vera hægt að læra af reynslu annarra. Litlu miðarnir, fáránleg arfleifð frá SVR, ekki gefið til baka, fáránleg arfleifð frá SVR, stoppistöðvar ekki merktar áberandi með leiðarnúmerum (svo fólk sem ekki notar strætó læri leiðir hægt og rólega) Nákvæmar leiðarlýsingar ekki að finna í vögnunum (var ekki síðast þegar ég prófaði strætó) og margt margt fleira. Frændur vorir Danir eru með gott strætókerfi og það hefðum við átt að herma eftir og aðlaga að okkar þörfum. Nei við þurfum alltaf að vera svolítið sérstök. Stjórn Strætó hefur verið skipuð þægu prófkjörsfólki úr stjórnmálaflokkunum og yfirmenn halda vinnunni þrátt fyrir hörmulega útkomu á alla vegu.
Nú er mikilvægt að fá fólk til að nota strætó. Nú er tækifærið í kreppunni þegar bensínverð er hátt. Nú eru til bílstjórar og þá er ekki rétti tíminn til að skera niður.
Segjast þurfa að hætta að nota Strætóferðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Samt var SVR miklu betri en það sem við höfum í dag. Ég held að það hafi verið Dr. Gunni sem sagði að ef maður horfði í kringum sig í vagninum og skoðaði fólkið, þá áttaði maður sig á því að í dag er strætó örlög, ekki val. Þeas. Enginn notar þetta nema hann sé neyddur til.
Ég tókstrætó í vinnu og í skóla daglega í 11 ár. En í vetur gafst ég hreinlega upp. Ég borga meira fyrir verri þjónustu. Eftir að hafa reiknað dæmið, fór ég og keypti mér vélhjól. Það er ódýrara að reka það heldur en að kaupa græna kortið. Strætó er ekki almennilegur valkostur lengur, og ég læt ekki bjóða mér þetta.
nafnlausa gungan (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 16:38
Strætó hér á Skaganum var frábær kostur. Ég flutti meira að segja á Skagann vegna tilkomu hans. Mér finnst þetta kaldar kveðjur frá Strætó bs, eða þreföld hækkun. Strætó fær þó minna í kassann frá Skagamönnum eftir breytingarnar þar sem allur ágóði af kortasölu (til að við fáum "bara" tvöfalda hækkun) rennur til bæjarins, ekki Strætó bs og niðurgreiðslan frá bænum hækkar ekkert (hefur verið 30 milljónir á ári). Þeim farþegum á eftir að fækka mjög sem skruppu til höfuðborgarinnar með strætó því nú munar svo litlu í verði að fara á bílnum og þá fær Strætó bs ekki 1.680 krónur þar fyrir skreppið. Svo hefur þjónustan líka versnað, tímaáætlanir standast ekki og stoppistöðvum hefur verið fækkað.
Ég skil ekki hækkunina fyrst Strætó bs. fær engan ágóða af henni. Níu mánaða kortin gefa bænum okkar rúmar 2 milljónir á mánuði, önnur kort mun meira. Óskiljanlegt skemmdarverk á góðu kerfi.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.1.2009 kl. 23:15
Sæll Guðni og gleðilegt nýtt ár.
Ég er þér hjartanlega sammála um allt sem kemur fram í þessum pistli.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 3.1.2009 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.