Hópur til stuðnings St. Jósefsspítala

Um 1600 manns hafa þegar skráð sig á Facebook hóp til stuðnings St. Jósefsspítala. Engar tölur fengust hjá heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi í gær um sparnað við að færa starfsemi spítalans annað en ljóst er að ekki á að leggja niður starfsemina þar, heldur aðeins að færa hana annað.

Hvernig er hægt að fá heildarsparnað upp á 6,7 millj. kr. þegar ekki er hægt að gefa upp hvað einstaka sparnaðarliður muni spara mikla upphæð og hvaða kostnað breyting munu leiða af sér.

Nýting spítalans virðist vera mjög góð, sérhæfing mikil og hagkvæmni í rekstri.

Fjölmörg félagasamtök, sérstaklega í Hafnarfirði, hafa styrkt starfsemi spítalans með tækjakaupum og eflaust hefur sá sparnaður, sem kannski hverfur, ekki verið reiknaður með í heildardæminu.

Ráðherrann talaði mjög almennt um sparnaðarleiðirnar en forðaðist að greina frá hvað einstakir þættir spöruðust.

Hægt er að skrá sig á Facebook hópinn á: http://www.facebook.com/group.php?gid=18932174959

Þeir sem ekki eru á Facebook geta auðveldlega stofnað aðgang á www.facebook.com (neðst til vinstri má meira að segja velja íslensku sem viðmót)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband