Yfir 3000 manns hafa skrá sig á hóp til að standa vörð um St. Jósefsspítala

Það er ekkert skrítið. Svo virðist sem Guðlaugur sé að redda Árna félaga sínum í Reykjanesbæ sem vill einkavæða reksturinn en tekur svo ekki í mál að læknarnir yfirtaki rekstur St. Jósefsspítala sem þó er búið að nefna við hann af Sjálfstæðismönnum í Hafnarfirði.

Yfir 3000 manns hafa skráð sig á Facebook hóp til styrktar spítalanum http://www.facebook.com/group.php?gid=18932174959&ref=mf og það stefnir í góða mætingu á borgarafundinn í Íþróttahúsinu v/ Strandgötu kl. 14 á morgun.

"Stöndum vörð um starfsemi St.Jósefsspítala og framtíð Heilbrigðisþjónustu í Hafnarfirði"
Fundarsetning: Gunnhildur Sigurðardóttir, fv. hjúkrunarforstjóri St. Jósefsspítala
Frummælendur:
- Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra
- Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri
- Almar Grímsson, lyfjafræðingur og bæjarfulltrúi
- Ragnhildur Jóhannsdóttir, deildarstjóri skurðdeildar St. Jósefsspítala
- Kristín Gunnbjörnsdóttir, formaður Bandalags kvenna í Hafnarfirði

Mælendaskrá opnuð.
Ályktun fundarins borin upp

Facebook notendur geta skráð sig á fundinn á hér


mbl.is Hafnfirskir sjálfstæðismenn undrast ákvörðun um St. Jósefsspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband