Enn erfitt ástand hjá Morgunblaðinu

Hvað er þetta með Moggann og "fréttir" af kuli í fasteignamarkaði og nú bílamarkaði. Væri það ekki frétt ef markaðurinn væri kominn í fullan gang.

Af hverju birtir Morgunblaðið ekki fréttir um að fjárhagsstaða Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins sé ennþá slæm? Þá frétt mætti birta daglega.

Hver hefur hag af því að tala markaðinn dauðann niður? Sennilega er erfiður rekstur Heklu ekki sjálfum rekstrinum að kenna frekar en hjá Árvakri. Liggur ekki vandinn hjá eigendum sem hafa verið að ganga af fyrirtækjum dauðum með skuldsettum yfirtökum og sölu eigna til þess eins að bjarga fjárfestingu sem menn réðu ekki við?


mbl.is Alkul í bílasölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband