Er hann að hleypa Lúðvík að í formanns- eða varaformannsslag?

Þegar Gunnar gaf kost á sér til Alþingis hafði ég skrifað í leiðara að það væri Lúðvík sem stefndi á þing og að Gunnar yrði bæjarstjóri í Hafnarfirði. Er Gunnar að leiðrétta mistökin og er hann með þessu að gefa pláss fyrir Lúðvík Geirsson í þingslaginn en Lúðvík hefur verið orðaður við formennsku og varaformennsku í Samfylkingunni (þó ekki bæði eins og grínistar lesa þetta örugglega).

Þá myndast aftur pláss fyrir Gunnar í bæjarstjórn og tæki hann þá við bæjarstjórastólnum af Lúðvík. Gunnar er verkfræðimenntaður og rak fyrirtækið Aðalskoðun með sóma ásamt öðrum og sennilega væru þessir tveir ágætu einstaklingar þá á réttari hillum en nú.

Gunnar, það er stórmennskulegt af þér að víkja til hliðar þó mér finnist sú ástæða sem þú nefnir vera alltof léttvæg og eigi ekki við. Gangi þér allt í haginn.


mbl.is Gunnar sækist ekki eftir endurkjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gunnar Sagði í þraungum vinahóp að honum hefði þótt framkoma Samfylkingarinnar þegar hún sleit stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokinn óboðleg og ekk honum sæmandi, sem gerði það að verkum að hann treysti sér ekki til að taka þátt í svona vinnubrögðum, En Gunnar hafði átt mjög gott samstarf með Sjálfstæðismönnum.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband