Hræddur, reiður, glaður, grimmur

Það var gaman að fylgjast með Davíð Oddssyni í Kastljósi í kvöld. Sjá hvernig hann breyttist úr hræddum opinberum starfsmanni í reiðan, svo glottandi og síðast grimman stjórnanda sem var búinn að stjórna umræðuþætti og gera að sínum.

Ég var tilbúinn að vaða eld og brennistein fyrir hann, hjálpa honum í kosningaslag og kjósa hann sjálfur þar til ég opnaði útidyrnar og ferskur blærinn streymdi um andlit mér. Þvílíkur dáleiðslukóngur hann Davíð. Ekki er ég dómbær á það sem hann sagði og ekki hjálpaði spyrillinn mér á þeirri leið og verður fróðlegt að heyra álit þeirra sem þykjast til þekkja. Hins vegar er alveg ljóst að þessi mál eru ekki svart hvít frekar en annað í lífinu. Enginn er saklaus og vinnubrögð minnihlutastjórnarinnar eru á margan hátt fljótfærnisleg og ótrúlega klaufaleg, ekki síst í málefndum Seðlabankans.

En ég fer ekki ofan af því að Davíð átti að hætta strax, hafi hann þá hugsað um hag bankans og þjóðarinnar. Þá væri einn af reyndustu mönnum bankans ekki að fara í norska seðlabankann. En það má ekki kosta hverju sem er til við að koma honum í burtu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband