101 Reykjavík maður í Kraganum ????

Alveg er það ótrúlegt að á meðan við kjósendur erum bundnir í okkar kjördæmum geta þeir sem bjóða sig fram komið hvaðan sem er!

Á enn eina ferðina að brjóta ákvæði laga um lögheimili eins og þegar Árni Matt "flutti" í Þykkvabæinn?

Það er ótækt að þessu hafi ekki verið breytt í kosningalögum! Kannski hefði það ekki þurft, kannski þarf bara aukið siðferði stjórnmálamanna, það er ekki ætlast til að fólk hlaupi á milli kjördæma.

Hjá VG í Kraganum komu a.m.k. 4 úr Reykjavík!

Getur einhver útskýrt fyrir mér rök fyrir svona vitleysu?

þáttur Lúðvíks og sjálfstæðismanna 

Svo er gaman að velta fyrir sér slökum árangri Lúðvíks Geirssonar (ef þá hægt er að tala um slakan árangur því þetta er fléttulisti og kannski hefur hann í raun lent í 2. sæti og líklega fékk hann flest heildaratkvæði) . Voru efstu menn Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði að berjast gegn því að hann færi á þing og úr bæjarstjórastólum? Það var svolítið sérstök tímasetning á upphlaupi Rósu Guðbjartsdóttur um kostnað við Ásvallalaug en enn undarlegri tímasetning vinar míns Haraldar Þórs Ólasonar á grein um fjármál Hafnarfjarðar í Morgunblaðinu. Af hverju setti hann greinina í Morgunblaðið sem kemur eflaust ekki nema í nema annað hvert heimili? Af hverju skrifaði hann ekki í bæjarblaðið sem er sent inn á öll heimili?

Vildu þau halda Lúðvík í bæjarstjórastólnum?


mbl.is Árni Páll sigraði í Kraganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Árni Páll er Kópavogsbúi í hugum okkar Kópavogsbúa, hann bjó hér og faðir hans var prestur í Kópavogskirkju í marga áratugi. - Svon Árni Páll á sterkar rætur hingað.

Helgi Jóhann Hauksson, 14.3.2009 kl. 20:33

2 Smámynd: Guðni Gíslason

Á þá tilfinningin að ráða? Var í lagi að Árni Matt færi á suðurland af því að okkur var alveg sama? Ætti Akureyringur búsettur í Hafnarfirði þá ekki að fá að kjósa í Norðurlandi Eystra?

Guðni Gíslason, 14.3.2009 kl. 20:36

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Vonandi verður landið 1 kjördæmi von bráðar....þá hættir þessi "þúfutittlinga" slagur

Árni Páll er góður kostur í 1. sætinu

Sigrún Jónsdóttir, 14.3.2009 kl. 20:42

4 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Sæll Guðni, Árni Matt hefur engin tengsl við Suðrulandið sem eru sambærileg við þau sterku, nánu og margvíslegu tengsl sem Árni Páll Árnason, fæddur og uppalinn Kópavogsbúinn og fjölskylda hans hefur við Kópavog.

Helgi Jóhann Hauksson, 14.3.2009 kl. 21:02

5 Smámynd: Guðni Gíslason

Ég held að þetta kalli á eitt kjördæmi. En Helgi, ég skil alveg þín sjónarmið en fyrir mér hefur þetta ekkert með Árna Pál eða aðra einstaklinga að gera. Svona flakka á milli kjördæma er ekki í samræmi við leikreglurnar. Af hverju flytja menn þá ekki strax í kjördæmið ef þeim er svo annt um það? Þingmenn ættu þá að vera búnir að leggja til breytingar á kosningalögum. Hver býður sig fram þar sem taugarnar liggja og hver kýs þar sem taugar hans liggja.

Guðni Gíslason, 14.3.2009 kl. 22:25

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Það er mikið til í því hjá þér Guðni að landið ætti að vera eitt kjördæmi. Í raun held ég að það myndi líka bara auka þekkingu og tilfinningu allra fyrir öllu landinu.

Helgi Jóhann Hauksson, 14.3.2009 kl. 22:55

7 identicon

Varðandi árangur Lúðvíks, sem kom mér satt að segja á óvart, má ræða bæði í löngu og stuttu máli.  Eru Hafnfirðingar búnir að fá nóg af stjórnsýslu hans, eða ef ég má orða það öðruvísi óstjórn, að þeir treysta honum ekki til að leiða flokkinn í kjördæminu?  Hafnarfjörður er vígi Samfylkingarinnar í kraganum, þeim var í lófa lagið að veita honum betra brautar gengi.  Eru fjármál Hafnarfjarðarbæjar loksins orðin ljós Samfylkingarfólki, og treysta samherjar Lúðvíks sér ekki til að láta hann leiða listann við komandi kosningar.

Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 00:08

8 Smámynd: Guðni Gíslason

Skv. heimildum mínum munaði aðeins 21 atkvæði á Árna Páli úr Reykjavík og Lúðvík úr Hafnarfirði. Kerlingakvótinn sendi Lúðvík hins vegar í þriðja sætið. Þetta er lýðræðið sem við búum við hvað sem viðhöfum að segja um viðkomandi einstaklinga.

Guðni Gíslason, 15.3.2009 kl. 11:57

9 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Sælir, þú skilur greineilega ekki kosningakerfið.

Þegar verið er að finna út hver fær fyrsta sætið í prófkjöri, þá ertu talin atkvæði greidd í fyrsta sætið. Sá sem fær flest atkvæði í fyrsta sætið, tekur fyrsta sætið. Það munaði vissulega ekki miklu á Lúlla og Árna Pál þar, en Árni Páll hafði betur.

Svo kemur að því að finna út hver fær annað sætið. Þá eru talin öll atkvæði greidd í fyrsta og annað sætið. Kata júl var með flest þannig atkvæði greidd í fyrsta eða annað sætið. Lúlli er ekki færður niður heldur hefur hann ekki jafn mörg atkvæði og Katrín í fyrsta og annað sætið. Katrín var náttúrulega sú eina sem bauð sig fram í annað sætið og það hefur hjálpað henni.

Svo kemur að því að skipa þriðja sætið. Þá eru talin öll atkvæði greidd frambjóðendum í fyrsta, annað og þriðja sætið. Þar var lúðvík sterkastur, sterkari en m.a. Þórunn Sveinbjarnar.

og svo framvegis.

 Sú staðreynd að einhver er næstum því búinn að fá flest atkvæði í fyrsta sætið, er engin trygging fyrir því að viðkomandi sé með flest atkvæði í 1. og 2. sætið.

Óljósar hugmyndir þínar um "kerlingakvóta" koma þessu lítið við.

Vonandi er þetta skiljanlegt hjá mér.

Kv. Þórir Hrafn

Þórir Hrafn Gunnarsson, 15.3.2009 kl. 12:58

10 Smámynd: Guðni Gíslason

Þetta hefur ekkert með skilning að gera, frekar slakan fréttaflutning stjórnmálaflokkanna þar sem Sjálfstæðisflokkurinn virðist í fljótu bragði standa sig skárst. (Sjá t.d. á vef VG http://www.vg.is/kjordaemi/sv/fjolmidlar/ )

Ef það er rétt að Katrín hafi fengið fleiri atkvæði í 1.-2. sæti en Lúðvík þá stenst fullyrðing mín um kerlingakvóta ekki, það er sjálfgefið. Kynjakvótinn hvorki batnar né vesnar við það.

Guðni Gíslason, 15.3.2009 kl. 13:40

11 Smámynd: Guðni Gíslason

Atkvæðin sem skildu þá að voru víst 57 ef marka má RUV.

Guðni Gíslason, 15.3.2009 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband