Hvað er Garðbæingur að gera á Suðurlandi?

Enn eitt dæmi um afbökun á reglum um framboð. Ætlar hún svo að gera eins og Árni Matt sem leigir hús á Suðurlandi og býr áfram í Hafnarfirði og notar alla þjónustu en borgar skatta á Suðurlandi.

Þetta er spilling og ekkert annað og aumt að stjórnmálamenn leggist svona lágt.

Það er hroki af verstu gerð að halda að heilt kjördæmi hafi ekki frambærilegan frambjóðanda.

úr lögum nr. 21:

1. gr. Lögheimili manns er sá staður þar sem hann hefur fasta búsetu.
Maður telst hafa fasta búsetu á þeim stað þar sem hann hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er þegar hann er ekki fjarverandi um stundarsakir vegna orlofs, vinnuferða, veikinda eða annarra hliðstæðra atvika.

4. gr. Enginn getur átt lögheimili hér á landi á fleiri en einum stað í senn.
Leiki vafi á því hvar telja skuli að föst búseta manns standi, t.d. vegna þess að hann hefur bækistöð í fleiri en einu sveitarfélagi, skal hann eiga lögheimili þar sem hann dvelst meiri hluta árs. Dveljist hann ekki meiri hluta árs í neinu sveitarfélagi skal hann eiga lögheimili þar sem hann stundar aðalatvinnu sína enda hafi hann þar bækistöð. Það telst aðalatvinna í þessu sambandi sem gefur tvo þriðju hluta af árstekjum manns eða meira.
Dveljist maður hérlendis við nám utan þess sveitarfélags þar sem hann átti lögheimili er námið hófst getur hann átt lögheimili þar áfram enda hafi hann þar bækistöð í leyfum og taki ekki upp fasta búsetu annars staðar.
[Manni, sem flyst á dvalarheimili aldraðra, er heimilt í allt að 18 mánuði frá flutningi að eiga áfram lögheimili í því sveitarfélagi sem hann hafði fasta búsetu í áður.]1)
Alþingismanni er heimilt að eiga áfram lögheimili í því sveitarfélagi þar sem hann hafði fasta búsetu áður en hann varð þingmaður. Sama gildir um ráðherra.
Verði eigi skorið úr um fasta búsetu manns skv. 2. og 3. mgr. skal maðurinn sjálfur ákveða hvar lögheimili hans skuli vera. Geri hann það ekki ákveður Þjóðskráin það.

 


mbl.is Ragnheiður Elín sigraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Spilling og valdníðsla leynist víða - skil ekki af hverju þingmenn og ráðherrar njóta sérstakrar hagsmunagæslu - skil ekki hvernig fólk sem býr á mölinni á að geta verið fært um að gæta hagsmuna þeirra sem búa úti á landi. Hvað er landsbyggðin að spá með því að kjósa liðið af höfuðborgarsvæðinu sem fulltrúa sína?

Birgitta Jónsdóttir, 15.3.2009 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband