29.4.2009 | 11:59
Ógurleg viðkvæmni er þetta
Alltaf þurfa einhverjir að mistúlka allt vitlaust eins og barnið sagði. Ekki hafði ég hugmyndaflug í mér að sjá ólöglegar eða löglegar fóstureyðingar út úr þessu. Eru þær framkvæmdar svona? Þó er ég í meginatriðum andsnúinn fóstureyðingum. Að ætla þessu beinast gegn læknum þarf frjótt ímyndunarafl.
Þessi auglýsing virkaði sterkt á mig og árangurinn því fullkominn. Auglýsingin vekur svo umtal og það hlýtur að vera bónus fyrir SI.
Hins vegar má alltaf deila um það hversu langt á að ganga til þess að vekja athygli. Ég spyr sem iðnaðarmaður, faglærður; Er faglærður iðnaðarmaður alltaf betri iðnaðarmaður en sá sem ekki hefur prófstimpil? Ég segi nei. Það eru fjölmargir fúskarar í iðnaðarmannastétt og auðvitað ættu Samtök iðnaðarins líka að beina kröftum sínum að því að tryggja að neytendur lendi ekki á þeim.
Auglýsing SI vekur hörð viðbrögð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:01 | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst þessi auglýsing ömurleg og ósmekkleg. Hún notfærir sér viðkvæm mál, sem tengjast sterkum tilfinningum hjá fólki, til að auglýsa eitthvað allt annað sem kemur myndefninu afar lítið við. Ef auglýsingu sem þessari er ekki mótmælt kröftuglega, þá spyr ég - hvar liggja mörkin? Minni siðferðiskennd er í það minnsta misboðið.
Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 14:09
Nei ég skil það vel Guðni minn að þessi auglýsing hafi ekki beint huga þínum að fóstureyðingum. Enda ertu ekki kona og ferð líklega sjaldan til "kvensjúkdómalæknis". Staðreyndin er hins vegar sú að fullt af konum hafa setið/legið í þessari stellingu, fyrir framan karl/konu og það eitt þykir afskaplega óþægilegt. Til viðbótar er hann með sprautu eins og til þess að svæfa konuna, eða veita henni spangardeyfingu, ef hún er að fara eiga barn. Auk þess er að í blóðugum slopp, eitthvað hefur gengið á, þal.
Að líkja saman konu við viðhald bygginga og bíla er eitt og sér fáránlegt. Að setja það í samhengi við erfiðurstu aðstæður kvenna, þar sem þær liggja berskjaldaðar er enn fáranlegra. Hér er verið að fjalla um lifandi manneskjur ekki hluti...því ber að sýna virðingu.
Anna (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 16:15
Byrjar þetta Anna, að karlar skilji ekki konur! Gleymum því. Ég er harður andstæðingur fóstureyðingar, hef séð nógu mörg fóstur sem skotleyfi eru enn á. En af hverju þessa viðkvæmni? Samanburðurinn er bara sá að enginn vildi nýta sér fúskara í stað læknis við aðgerðir. (þó fjölmargir nota helgarnámskeiðs spekúlanta stýra lífi sínu.) Er einhver annar samanburður betri. Allir eru viðkvæmir þegar hlutirnir snerta þá eða þeirra stétt.
Ég man eftir símaauglýsingunni og Júdasi. Mér fannst hún ósmekkleg en ekki datt mér í hug að krefjast banns á henni. Hins vegar finnst mér símaauglýsingar með Lykla Pétri bráðfyndnar þó ég átti mig ekki alveg hvað sé verið að reyna að selja mér.
Hver á að gefa út listann með því sem ekki má? Auðvitað á að gæta nærgætni en tepruskapurinn má ekki vera of mikill. Hins vegar er holt að ræða þessi mál, ekki síst fyrir þá sem gera og kaupa slíka auglýsingu.
Guðni Gíslason, 29.4.2009 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.