24.7.2009 | 23:42
Krísuvíkurvatn????????
Er ekki átt við Kleifarvatn? Svo skrifa flestir nema Mogginn Krýsuvík ekki Krísuvík.
Erfitt að komast að eldunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já Guðni, góð ábending, ekki veitir af.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 24.7.2009 kl. 23:58
Alveg er nú óþarfi að breyta nafni vatnsins. Hins vegar er það með Krísuvík/Krýsuvík. Í íslenskri stafsetningu gildir sú regla að skrifa skuli með einföldu (i,í) nema því aðeins að færa megi rök fyrir öðru, svo sem eins og að mynd orðs sé afleidd eða að stofn þess sé rekjanlega skyldur erlendum orðum með til dæmis o eða u í stofni. Þannig er til dæmis orðið "fyrir" með y af því að það er rótskylt d. for og "skyldur" er með y af því að það er rótskylt skuld. En Krísuvík/Krýsuvík? Það veit enginn af hverju nafnið er dregið. Til er þjóðsaga um Herdísi og Krísu/Krýsu, en hún skýrir ekkert. Engin leið er finnanleg til þess að rökstyðja hvers vegna Krísuvík/Krýsuvík skuli skrifast með ý. Þess vegna má með nokkrum rétti halda því fram að Krísuvík sé réttara vegna skorts á rökum fyrir hinu gagnstæða og einnig að heimilt sé að skrifa Krýsuvík vegna hefðar. Um langan tíma hefur staðan einmitt verið svona. En hvort er rétt(ara) verður líklega aldrei vitað.
Magnús Óskar Ingvarsson, 25.7.2009 kl. 05:38
Ég skrifa alltaf "Krísuvík" og það einmitt vegna þessarar ágætu útskýringu Óskars. Einnig skrifa ég "skrímsli" og "skrítið" af sömu ástæðu.
Páll Geir Bjarnason, 25.7.2009 kl. 08:39
Það stendur KLEIFARVATN í greininni!!!
anna (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 10:05
Anna: Mogginn breytti að sjálfsögðu greininni.
Auðvitað er þetta með Krýsuvík/Krísuvík tilfinningamál. Krýsuvík er elsti þekkti rithátturinn og má m.a. finna á lang flestum kortum. Ég vísa í ágæt skrif Ómárs Smára Ármannssonar um nafnið á http://ferlir.is/?id=3515
En Óskar, gerðu ekki lítið úr hefðinni. Nútíma ritreglur beyta ekki gömlum nöfnum.
Guðni Gíslason, 25.7.2009 kl. 10:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.