Hvar er unglingaráðið núna??

Það er búið að búa til margþrepa lýðræði í Hafnarfirði og allt fulltrúalýðræði. Við kjósum bæjarstjórn en hún lætur kjósa/velja/skipa öldungaráð og ungmennaráð. Ungmennaráð á fulltrúa í íþrótta- og tómstundanefnd þar sem fjallað var um þau áform að breyta stöðum forstöðumanna æskulýðsmiðstöðva eins og gert hafði verið í tilraunaskyni í Hraunvallaskóla og Áslandsskóla.

Nú sést best að þetta kerfi virkar ekki. Það getur enginn einn verið fulltrúi allra ungmenna í Hafnarfirði. Hvað þá fulltrúi foreldra, eldri borgara eða annarra.

Við þurfum ekki meira fulltrúalýðræði.

Mér finnst ekki að ungt fólk geti búist við að alls staðar sé skorið niður nema hjá þeim. Ég vil að mín börn læri að spara.


mbl.is Unglingar ræða við bæjarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Mér finnst ekki að ungt fólk geti búist við að alls staðar sé skorið niður nema hjá þeim"

 Þú fyrirgefur, en mér misbýður þetta comment þitt. Ég er ekki á þeirra aldri, þó ekki nema 22 ára gamall, svo ég skil niðurskurð til ungmenna.

Þessi ungmenni tilheyra þeirri kynslóð sem mun koma til með að erfa skuldastöðu Íslands. Breytingar innan Menntakerfisins, heilbrigðiskerfisins,lífeyrisogTryggingakerfisins, nýja skattkerfisins, allt er þetta eitthvað sem bitnar á hverjum einasta einstaklingi burt séð hvaða aldur eða stöðu hann ber, en þó er þetta eitthvað sem við munum þurfa að borga.

Ef eitthvað er þá er verið að taka hvað mest frá okkur, unga fólkinu. Þetta er eitthvað sem virðist alltaf gleymast í slíkri umræðu, þ.e.a.s. hvað viljum við?

Það dugir eldri kynslóðinni eitt til að vera eldri og nota það sem afsökun til að réttlæta skilaboð sín. "Fyrirgefðu, þú ert enn of ung/ur til að skilja hvað við erum að gera". ég hef aldrei og mun aldrei viðurkenna þessi skilaboð. Þetta er eins og rökstuðningur með því að nota einungis frasann "afþví bara".

Endilega kenndu börnunum þínum að spara, þótt svo að það hefði örugglega ekkert verið öðruvísi, kreppa or not.

Vinsamlegast ekki taka þetta sem árás á þig, vildi bara koma þessu sjónarmiði á framfæri.

En ég ætla samt að biðja þig um að líta á málið frá sjónarmiði ungmenna.

takk fyrir

Sölvi (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 19:16

2 Smámynd: Guðni Gíslason

Sölvi, þú hefur greinilega ekki minnstu hugmynd um hvað málið snýst. Það var ekki verið að skera niður, þetta var liður í að gera þjónustuna betri og hafði ekki einu sinni verið rætt þegar leitað var leiða til niðurskurðar.

Það er engin kynslóð annarri rétthærri og enginn getur ætlast til þess að þurfa ekki að leggja sitt af mörkum, geti hann það. Einhver niðurskurður í tómstundastarfi ungmenna í bæjarfélagi sem hefur verið rausnarlegt í stuðningi við tómstundastarf ungmenna getur ekki verið svo hættulegt, er það?  Það er svo heppilegt að öll höfum við verið ung og munum þá tíð. Það hefur enginn skaðast af því að þurfa að spara - örlítið!

Guðni Gíslason, 10.11.2009 kl. 20:36

3 identicon

 Þú fyrirgefur, en þar sem ég bý erlendis þá hef ég allar mínar heimildir af fréttavef mbl. Og í þessu tilviki af þeirri frétt sem um ræðir.

 skal taka nokkur dæmi.

"Krakkarnir eru ekki sáttir við áform um skipulagsbreytingar né niðurskurð til æskulýðsmála sem þeir segja nema 25%."

Okei, áform um niðurskurð. Úff.. sama draslið, yfirleitt þegar áform eru um niðurskurð þá hefur nú sjaldnast horfið frá þeim áformum.

Ef, og ég ítreka EF niðurskurður er í raun 25% þá erum við að tala um talsverðar fjarhæðir sem verið er að taka frá æskulíðsstarfinu.

"Skipulagsbreytingarnar, sem hugmyndir eru um að taki gildi næsta haust miða að því að draga úr yfirstjórn félagsmiðstöðvanna og fækka forstöðumönnum sem krakkarnir telja mikið óheillaspor. "

Þetta náttúrulega leiðir beint til þess að starf félagsmiðstöðva verður minna, og það starf er ómetanlegt. Um leið og er farið að taka burt starfsfólk félagsmiðstöðvanna þá minnkar mögulega opnunartími þeirra staða sem ungmennin sækja. Færra starfsfólk=styttri opnunartími, þar sem mikið af þessu fólki er í námi samhliða þessu starfi.

Hvernig getur það mögulega verið liður í að gera þjónustuna betri?

Og að sjálfsögðu vitum við ekki hver skaðinn er fyrr en hann er orðinn.

Jújú sparnaður er hollur, og sparnaður getur komið fram í öðrum formum t.d. minni atburðir, skemmtanir eða svoddan. En er það ekki einmitt yngri kynslóðin sem við ættum að vera hugsa fyrst og fremst um á þessum tímum, mannstu hvað lífið var gott þegar maður var áhyggjulaus á yngri árunum, ég myndi helst vilja halda því þannig fyrir þau. Núna er ég ekki að tala um mína kynslóð, við björgum okkur, heldur þeirra kynslóð og yngri.

Ef ég er að fara með rangt mál, þá máttu vel segja mér það. En rökstuðningur þinn mun þá breyta hvort ég taki undir með þér eða haldi fast í mína skoðun.

Sölvi (IP-tala skráð) 10.11.2009 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband