Stór skjálfti kl. 15.46

Hann hefur örugglega verið stærri skjálftinn sem fannst hér í Hafnarfirði og víðar um kl. 15.46. Hér nötraði allt, skjáir, skilrúm og skápar nötruðu og maður sá hreyfingar á húsinu. Ég man ekki eftir jafn öflugum skjálfta og er 17. júní skjálftinn árið 2000 þá meðtalinn. Sími og farsími er dottinn út en netsamband virkar.
mbl.is Jarðskjálfti við Ingólfsfjall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gylfi Norðdahl

Með fullri virðingu fyrir eflaust ágætu minni yðar, held ég að óhætt sé að fullyrða að 17 júní skjálftinn svokallaði, hafi verið öflugri og stóð, ef minnið svíkur mig ekki ,töluvert lengur yfir.

Gylfi Norðdahl, 29.5.2008 kl. 16:01

2 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Ég fór að gúggla þetta og fann að hann var kl 15:41 og var 6,5

Guðborg Eyjólfsdóttir, 29.5.2008 kl. 16:18

3 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

þá er ég að meina 17 júní skjálftinn 2000

Guðborg Eyjólfsdóttir, 29.5.2008 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband