Gott að sitja í öruggu sjóli lagaverndar

Pólitík er skemmtileg tík. Það er gott að geta ályktað. Ekki síst þegar stjórnmálafélag á í hlut sem situr í meirihluta í bæjarstjórn, öruggt að ekki verði kosið fyrr en áætlað var, þar sem sveitarstjórnarlögin leyfa ekki kosningar nema á 4 ára fresti.

Mikið vildi ég frekar sjá hreinar tillögur um aðgerðir gegn þeim vandamálum sem við eigum við að etja en endalaus mótmæli og ályktanir. Ekki batnar ástandið fyrr við það.

Hins vegar hefði ríkisstjórnin átt að vera búin að taka til hjá sér og skipta út þeim sem báru ábyrgðina, ekki síst fjármálaráðherrann og viðskiptaráðherrann. - Það getur hún reyndar enn gert.


mbl.is Samfylking í Hafnarfirði vill slíta stjórnarsamstarfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband