7.1.2010 | 13:46
Málsvari þjóðarinnar og ríkisstjórnar
Þarna sannaði Ólafur að fáir hafa tærnar þar sem hann hefur hælana í að tala máli þjóðarinnar. Auðvitað á ríkisstjórnin að semja við hann að tala máli ríkisstjórnarinnar einnig í þessari erfiðu stöðu þó það sé ekki skilgreint hlutverk hans.
Nú ríður á að traust ríki á milli manna og því mikilvægt að ríkisstjórnin starfi vel með forsetanum við að tala okkar málstað.
Það eru ekki margir sem geta staðið uppi í hárinu á svona spyrlum sem hafa það að eina markmiði að sigra viðmælanda sinn.
Hvaða skoðun sem við höfum á Dr. Ólafi Ragnari forseta, þá er hann góður í þessu og við eigum að nota það.
Ólafur í kröppum dansi á BBC | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2009 | 18:08
Hvað með samfélagsþjónustu?
Ég er í engri aðstöðu til að dæma í þessu máli en velti því fyrir mér hvort það sé ekki eðlilegt í stað þess að fresta alveg refsingu (voru henni ekki dæmdar neinar bætur?) að dæmi gerendur til samfélagsvinnu.
Ég er maður fyrirgefningarinnar og hef takmarkaða trú á fangavist ungs fólks - sýni það iðrun. En ég er sammála um að dómur þarf að hafa einhvern fælingarmátt.
Eins og blaut tuska í andlitið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.12.2009 | 10:47
Listamannalaun eru tímaskekkja.
Nú er kominn tími til að leggja niður listamannlaunin. Það eru engin rök fyrir því að greiða fólki úr opinberum sjóðum fyrir að stunda list á meðan þjóðin er skattpínd og stolið af henni. Listamenn verða að fá sér aðra vinnu ef þeir lifa ekki af list sinni. Engin ástæða er heldur að greiða heiðurslaun til þeirra sem eru jafnvel á eftirlaunum frá ríkinu. Heiður manna er ekki mældur í krónum og aurum.
Ekki hef ég hugmynd um það afhverju Edda Heiðrún á þetta að fá þetta frekar en einhver annar, ég er ekki dómbær á það. Ég vona bara að það tengist ekki hennar frábæru þátttöku í söfnuninni fyrir Grensásdeildina, það væri þá sóðaleg misnotkun á heiðurslaununum. Hvers ættu þá aðrir en listamenn að gjalda?
Edda Heiðrún fær listamannalaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.12.2009 | 13:58
Ekki bara 27. nóvember heldur 27. nóv. - 3. desember
Af vef FMR:
Velta á markaði
Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 27. nóvember til og með 3. desember 2009 var 50. Þar af voru 37 samningar um eignir í fjölbýli, 10 samningar um sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 1.479 milljónir króna og meðalupphæð á samning 29,6 milljónir króna.
Á sama tíma var 1 kaupsamningi þinglýst á Suðurnesjum*. Það var samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 8 milljónir króna.
Á sama tíma var 4 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 3 samningar um eignir í fjölbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 53 milljónir króna og meðalupphæð á samning 13,2 milljónir króna.
Á sama tíma var 3 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu**. Þar af var 1 samningur um eignir í fjölbýli og 2 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 59 milljónir króna og meðalupphæð á samning 19,7 milljónir króna.
Vakin er athygli á að meðalupphæð kaupsamnings er ekki hægt að túlka sem meðalverð eigna og þar með sem vísbendingu um verðþróun. Þetta er vegna þess að hver kaupsamningur getur verið um fleiri en eina eign auk þess sem eignir eru misstórar, misgamlar o.s.frv.
Höfuðborgarsvæðið | |||||
Reykjavík | 26 | 20 | 4 | 2 | 26 |
Seltjarnarnes | 1 | 0 | 1 | 0 | 1 |
Mosfellsbær | 0 | 0 | 0 | 0 | 3 |
Kópavogur | 16 | 13 | 2 | 1 | 11 |
Hafnarfjörður | 7 | 4 | 3 | 0 | 6 |
Garðabær | 0 | 0 | 0 | 0 | 4 |
Álftanes | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Samtals | 50 | 37 | 10 | 3 | 49 |
Velta (millj. kr.) | 1.479 | 1.707 | |||
Meðaltal (millj. kr. pr. samn.) | 29,6 | 35,1 | |||
Suðurnes | 1 | 0 | 0 | 1 | 4 |
Velta (millj. kr.) | 8 | 75 | |||
Meðaltal (millj. kr. pr. samn.) | 7,5 | 20,1 | |||
Akureyri | 4 | 3 | 0 | 1 | 4 |
Velta (millj. kr.) | 53 | 79 | |||
Meðaltal (millj. kr. pr. samn.) | 13,2 | 18,6 | |||
Árborgarsvæðið | 3 | 1 | 2 | 0 | 3 |
Velta (millj. kr.) | 59 | 65 | |||
Meðaltal (millj. kr. pr. samn.) | 19,7 | 23,7 |
* Sveitarfélögin Reykjanesbær, Grindavík, Sandgerði, Garður og Vogar.
** Sveitarfélögin Árborg, Hveragerði og Ölfus.
Smelltu hér til að skoða tímaraðir í Excel. Ef þú vilt ekki láta Excel opnast í vafranum, þá getur þú hægri smellt og valið Save target/link as og fært skjalið niður á harða diskinn og opnað það síðan í Excel.
Fimmtíu fasteignir seldar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.11.2009 | 10:58
Nýr tekjumöguleiki fyrir ríkisstjórnina - kílómetragjald á Gunnlaug.
Gunnlaugur nálgast 5.000 kílómetra á árinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.11.2009 | 09:19
Framkvæma stökk ????
Ég framkvæmdi morgunverðarát og er ágætlega saddur. Er Davíð ekki á vakt?
Flott stökk hjá stráknum!
Heimsviðburður í fimleikum á Íslandi (myndband) | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2009 | 18:00
Hvar er unglingaráðið núna??
Það er búið að búa til margþrepa lýðræði í Hafnarfirði og allt fulltrúalýðræði. Við kjósum bæjarstjórn en hún lætur kjósa/velja/skipa öldungaráð og ungmennaráð. Ungmennaráð á fulltrúa í íþrótta- og tómstundanefnd þar sem fjallað var um þau áform að breyta stöðum forstöðumanna æskulýðsmiðstöðva eins og gert hafði verið í tilraunaskyni í Hraunvallaskóla og Áslandsskóla.
Nú sést best að þetta kerfi virkar ekki. Það getur enginn einn verið fulltrúi allra ungmenna í Hafnarfirði. Hvað þá fulltrúi foreldra, eldri borgara eða annarra.
Við þurfum ekki meira fulltrúalýðræði.
Mér finnst ekki að ungt fólk geti búist við að alls staðar sé skorið niður nema hjá þeim. Ég vil að mín börn læri að spara.
Unglingar ræða við bæjarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2009 | 16:09
Hvernig er það með femínista, þekkist þar ekki hugtök eins og fyrirgefning, betrun og iðrun?
Femínistar segja KSÍ hafa brugðist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.9.2009 | 16:32
Svo segja menn að framsóknarleiðin sé ekki fær!!!
Þessi saga gerðist í niðurníddu sveitaþorpi á Englandi - en gæti hafa gerst í kvótalausu krummaskuði á Íslandi.
Það kom forríkur Ameríkani í þorpið og bókaði svítuna á sveitahótelinu í viku. Hann borgaði 1000 pund í fyrirframgreiðslu. Hóteleigandinn varð mjög ánægður og borgaði húsgagnasmiðnum 1000 pund sem hann skuldaði honum. Húsgagnasmiðurinn varð mjög ánægður og borgaði kaupmanninum 1000 pund sem hann skuldaði honum. Kaupmaðurinn varð mjög ánægður og borgaði píparanum 1000 pund sem hann skuldaði honum. Píparinn varð mjög feginn og borgaði þorpshórunni 1000 pund sem hann skuldaði henni (hún var búin að hóta að rukka eiginkonuna). Þorpshóran varð mjög ánægð og borgaði hóteleigandum 1000 pund sem hún skuldaði honum fyrir herbergi til að stunda sína vinnu.
Svo kom Ameríkaninn niður í lobbíið og sagðist vera hættur við að vera í þorpinu og hóteleigandinn endurgreiddi honum 1000 pund.
Allir voru nú skuldlausir og ánægðir.
Svo segja menn að framsóknarleiðin sé ekki fær!!!
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2009 | 23:33
Rafbílar hljóta að vera framtíðin
Faðir minn, Gísli Jónsson, lifði og hrærðist um tíð í umræðunni um rafbíla. Hann barðist við vindhana alls staðar í stjórnkerfinu sem gerðu honum erfitt fyrir að kanna möguleika þess að nýta rafbíla á Íslandi. Það var ekki fyrr en Gunnar Thoroddsen, sem þá var iðnaðarráðherra, ljáði máls á stuðningi að möguleikar mynduðust að fá til landsins bíl til að prófa.
Hér á landi er rannsakendum (faðir minn var prófessor í raforkuverkfræði) ætlað að safna fé og faðir minn eyddi gríðarlega miklum tíma í að fá hin og þessi fyrirtæki til að styðja innflutning og rekstur rafbílsins. Það var meira fyrir þeirra tilstuðlan en ríkisvaldsins sem tóks að fá bílinn til landsins.
Þetta er liðin tíð og nú virðist sjá til sólar hér á landi og gaman að heyra þegar útlendingar (sem við höfum svo mikla trú á) segja að Íslendingar eigi jafnvel að framleiða rafbíla. Áhugasamir eru að reynæa að koma af stað umræðu og að upplýsa fólk um þróun rafbíla og er það vel. Hér eru nokkrir tenglar og ég skannaði líka yfirlitsskýrslu um notkun rafbíls á Íslandi sem GJ gerði í maí 1984. Hún fylgir hér með:
http://stofnanir.hi.is/rafbill/af_hverju_rafbilar
http://www.2012.is/index.php?option=content&task=view&id=5&Itemid=28
http://www.facebook.com/group.php?gid=56900791031&ref=nf
http://www.landvernd.is/myndir/Fylgissjal_Ben_Skulason.pdf
http://rafmagnsbilar.wikidot.com/start