Rafbílar hljóta að vera framtíðin

GisliJonssonFaðir minn, Gísli Jónsson, lifði og hrærðist um tíð í umræðunni um rafbíla. Hann barðist við vindhana alls staðar í stjórnkerfinu sem gerðu honum erfitt fyrir að kanna möguleika þess að nýta rafbíla á Íslandi. Það var ekki fyrr en Gunnar Thoroddsen, sem þá var iðnaðarráðherra, ljáði máls á stuðningi að möguleikar mynduðust að fá til landsins bíl til að prófa.

Hér á landi er rannsakendum (faðir minn var prófessor í raforkuverkfræði) ætlað að safna fé og faðir minn eyddi gríðarlega miklum tíma í að fá hin og þessi fyrirtæki til að styðja innflutning og rekstur rafbílsins. Það var meira fyrir þeirra tilstuðlan en ríkisvaldsins sem tóks að fá bílinn til landsins.

Þetta er liðin tíð og nú virðist sjá til sólar hér á landi og gaman að heyra þegar útlendingar (sem við höfum svo mikla trú á) segja að Íslendingar eigi jafnvel að framleiða rafbíla. Áhugasamir eru að reynæa að koma af stað umræðu og að upplýsa fólk um þróun rafbíla og er það vel. Hér eru nokkrir tenglar og ég skannaði líka yfirlitsskýrslu um notkun rafbíls á Íslandi sem GJ gerði í maí 1984. Hún fylgir hér með:

http://stofnanir.hi.is/rafbill/af_hverju_rafbilar

http://www.2012.is/index.php?option=content&task=view&id=5&Itemid=28

http://www.facebook.com/group.php?gid=56900791031&ref=nf

http://www.landvernd.is/myndir/Fylgissjal_Ben_Skulason.pdf

http://rafmagnsbilar.wikidot.com/start


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott skýrsla, takk fyrir að koma henni á framfæri. Svona eftir lestur hennar er engin furða þó svo að við séum enn að flytja inn bensín og olíu fyrir bílana okkar. En vonandi vakna íslendingar nú í þessari atrennu.

Arnþór Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband