Íþróttafréttamaður Stöðvar 2 ætti að segja af sér

Ótrúlegt var að heyra orð íþróttafréttamanns Stöðvar 2 í kvöld þegar hann var að velta fyrir sér hver fyrirsögn á frétt gæti verið ef Íslendingar sigruðu Eistlendinga (ekki Eista) stórt.

Svona orðalag er móðgandi fyrir heila þjóð og kvenkynið.

Svona maður á að segja af sér, mér býður við orðum hans.


mbl.is Markamet er fallið í Laugardalnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á maður að skilja svona frétt?

"Íslandsbanki segir, að ein af ástæðum þess að samdráttur landsframleiðslu sé ekki meiri hér en raun beri vitni, þrátt fyrir banka- og gjaldeyriskreppu, sé að landið flytji úr stóran hluta af þessari kreppu. Þannig komi um 46,9% samdráttur í fjárfestingum á 2. ársfjórðungi og 17,4% samdráttur í neyslu fram í um 34,8% samdrætti í innflutningi, sem svo aftur komi niður á eftirspurn og landsframleiðslu landa sem framleiða fjárfestingar- og neysluvörur til útflutnings og sérstaklega þann hluta sem er hvað háðastur sveiflum í tekjum líkt og Þýskaland og Japan. "

Gaman væri að heyra hvort einhver hafi skilið þetta. Ekki held ég að blaðamaðurinn hafi skilið hvað hann var að skrifa um.


mbl.is Kreppan flutt út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fann hann

Hann hristi skjáinn hjá mér, hélt að ég hefði hrist hann en áttaði mig á að þetta væri skjálfti og leit á klukkuna. Passar við tímann.
mbl.is Jarðskjálfti við Krýsuvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað ætlar Mogginn að gera á næsta ári?

Dálæti Moggans á prósentum er með ólíkindum. Auðvitað vitum við að sala á bílum hrundi. Hvað ætlar Mogginn að gera á næsta ári þegar samanburðurinn verður kannski jafnvel hagstæður? Birta áfram prósentutölur eða bera þá saman við 2008?
mbl.is Samdrátturinn 75,68%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá varð "Krísuvíkurvatn" að Kleifarvatni hjá Mogganum - gott hjá honum

Gott að Mogginn leiðréttir vitleysuna.


Krísuvíkurvatn????????

Er ekki átt við Kleifarvatn? Svo skrifa flestir nema Mogginn Krýsuvík ekki Krísuvík.
mbl.is Erfitt að komast að eldunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að fá fréttir af fréttasveltri menningu

Ég fullyrði að skátastarfið fær allt of litla athygli fjölmiðla. Menn gera sér vart grein fyrir það merkilega starf sem þar fer fram og hvaða áhrif það hefur á félagsfærni unga fólksins. Þar þarf enga áhorfendur, allir fá að vera með og allir fá ábyrgð.

Mbl.is hefur verið duglegt að segja frá Roverway en miðað við hvað miklum tíma er eytt í að segja frá einhverjum útlendum þjálfurum sem eru ráðnir eða reknir þá mætti heyrast og sjást miklu meira frá svona merkilegu móti í fjölmiðlum.

Rikk, tikk fyrir Roverwy.


mbl.is Skátar í íslenskri fjallarómantík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn tapa ekki 2-0

Menn sigra ekki leiki og tapa heldur ekki 2-0. FH tapaði 0-2 þó svo leikið sé á útivelli. Aktobe sigraði 2-0 og því vart hægt að sigra og tapa 2-0  ... eða hvað.

Er ekki til handbók í íslensku fyrir íþróttafréttaskrifendur?


mbl.is FH tapaði 2:0 í Kasakstan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn eitt regluverkið í stað aukins eftirlits

Er ekki nær að auka eftirlit og gera fleiri skyndiskoðanir? Við erum nú þegar farin að mata skoðunaraðila að peningum með skoðun á ferðavögnum í stað þess að auka skyndiskoðanir á vegum úti og beita hærri sektum. Það hvetur fólk til að halda sínum tækjum við og fara að lögum. Danir hafa, svo best ég veit, t.d. góða reynslu af svona "hræðsluaðgerðum"
mbl.is Milljónasvindl með litaða olíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tala menn barnamál hjá Mogganum?

Ég sá þetta í blaðinu um daginn og nú er þetta komið á ný. Ég hélt fyrst að franska þjóðin þyrfti að tala þýsku þar sem tungumáli þeirra hefði verið stolið en komst að því að þetta er barnamála hjá Mogganum og þegar skrifað er frönskuþjófur á maður að skilja kartöfluþjófur.

"Réttu mér frönskurnar" í stað "Réttu mér kartöflurnar" eða "Réttu mér frönsku kartöflurnar". Ekki mæli ég með svona ritmáli.


mbl.is Nakinn frönskuþjófur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband