Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
1.9.2014 | 15:16
"Holufyllingar"
Hvað á nýja hraunið að heita? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.8.2014 | 21:16
Undarleg fréttamennska um fréttir af fréttum
Hvað er það sem fær íslenska fjölmiðla til að fjalla um það hvað erlendir fjölmiðlar lepja upp úr íslenskum fjölmiðlum? Ég held að slík umfjöllun þegar síðustu jarðskjálftar skóku Suðurlandið hafi verið meiri en umfjöllunin um hina miklu jarðskjálfta á Ítalíu fyrir ca. tveimur árum!
Segir það ekki allt um smásálarháttinn hér?
Fjölmiðlum hér virðist vera nokkuð á sama um náttúruhamfarir í nágrannalöndum okkar en hafa því mun meiri áhuga á hvað aðrir segja um okkur.
Fjallað um Bárðarbungu erlendis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.8.2014 | 17:06
Ekki hissa að blaðamenn merkja sér ekki fréttirnar
Fórst eftir að hafa misst hraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.2013 | 14:47
Gleymdist að geta hver áttaði sig á þessu
Í frétt Morgunblaðsins er ekki getið að það var ritstjóri Fjarðarpóstins áttaði sig á þessu og hafði samband við Félagsvísindastofnun sem við nánari athugun sá að útreikningur Fjarðarpóstins var réttur.
Sjá nánar í Fjarðarpóstinum: http://issuu.com/fjardarposturinn/docs/fp-2013-44-skjar
Rangur fjöldi fulltrúa í Hafnarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.2.2013 | 11:44
Dapurlegt viðhorf í jafnréttismálum
Mikið er það dapurlegt að þurfa að lesa svona ferkantaða og afbakaða skoðun á jafnrétti. Vill þingmaðurinn ekki taka réttinn út úr orðinu og setja eitthvað annað í staðinn. Þó ég hafi rétt til að bjóða mig fram til trúnaðarstarfa, þá er það ekki skylda mín. Mitt er valið. Sama er um jafnréttið.
Það er líka röng nálgun að setja kvótakerfi á karla og konur enda er jafnrétti kynjanna aðeins eins mynd jafnréttis.
Hvað er "karlalykt í viðhorfum" Birgitta? Lyktar þessi fullyrðing þín ekki af fordómum?
Það hlýtur að vera vilji okkar allra að tryggja öllum jafnan rétt. Ekki bara til að stjórna, heldur til að fá að ráða hvað þeir gera - hafi þeir þá hæfileika og getu til þess.
Mér hefur alla tíð þótt asnalegt að allir hafi ekki sama rétt. Ég man reiðina sem bjó inni í mér þegar ég heyrði að svart fólk fengi ekki að sitja í strætó.
Hingað til hafa þeir sem eru á móti kvótaskiptingu í jafnréttismálum verið sagðir mótfallnir jafnrétti. Nú er mál að linni og tími til að breyta viðhorfi fólks. Allir eiga að vera jafnir.
Til þess þarf ekki einhvern annan til að raða þeim á bása!
Sorgleg afturför í jafnrétti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.1.2013 | 12:59
Sexfaldur Íslandsmeistari á hlaupum
Meistaramótið í frjálsum íþrótta öldunga var haldið um þarliðna helgi og gullinn hlóðust að okkur FH-ingunum og sigruðum við í stigakeppni liða, þriðja árið í röð. Fékk ég þann heiður sem stigahæsti FH-ingurinn, ásamt Traust Sveinbjörnssyni að taka á móti bikarnum í lokin.
Gullin mín og Íslandsmeistaratitlarnir urðu 6, gull í öllum greinum sem ég keppti í. Auðvitað tók ég á og gerði mitt besta en verð strax að viðurkenna að enginn í mínum aldursflokki þorði að keppa við mig. Mótið var einstaklega skemmtilegt og gaman að sjá að maður getur átt framtíð í íþróttum. Í hvert sinn segir maður að gott væri nú að æfa a.m.k. einu sinni en aldrei verður af því svo tæknigreinarnar lóðkast, langstökk og kúluvarp verða mikið skemmtiefni og árangurinn eftir því.
En gullin og titlarnir duga ekki langt og ekki fann ég fyrir þeim þegar við hlupum í hráslagaveðri í morgun. Við Ingólfur ákváðum að hlaupa "hægt" og 90 mínútur skyldi æfingin vera, ekki styttri. Við sluppum alveg við rigningu ef frá eru taldir síðustu metrarnir. Áttin var sennilega A eða SA þegar hún lét á sig kræla og þá var hún að sjálfsögðu á móti. Við hlupum vestur í bæ, þaðan í Garðabæ, meðfram ströndinni og norðan við Silfurtúnið og meðfram Reykjanesbrautinni upp á Vífilsstaðaveg. Þaðan fórum við Flatirnar inn að skóla og svo hitaveitustokkinn í átt að Fjarðarkaupum. Við fórum svo allt Álfaskeiðið, næstum, út að Smyrlahrauni, niður á Strandgötu, Vesturgötu og yfir á Strandstíginn, út á bryggju og í Suðurbæjarlaug og urðu kílómetrarnir rúmir 17. Nafni minn hann Siggi slóst í hópinn á Flötunum eftir að hafa tekið smá krók.
Mikið var spjallað alla leiðina og ýmsar ákvarðanir teknar. Potturinn tók svo við og maður gleymdi fljótt að maður var oft hundlatur á leiðinni.
https://www.polarpersonaltrainer.com/shared/exercise.ftl?shareTag=dc1e1573eb01c6a3e82da6de4904f4ae
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2013 | 00:29
Rúllur, sauna og hitakrem
Ég hef greinilega ekki hvílt mig í rétt form um jólin því eftir tvær síðustu hlaupaæfingar er ég stirður og með hörku harðsperrur. Það kemur sér ekki vel því um helgina stendur til að reyna að verja Íslandsmeistaratitla í frjálsum íþróttum en samkeppni verður lítil eða engin í mínum aldursflokki.
Ég keypti sérhannaða rúllu til að rúlla aumum vöðvum yfir en hingað til hefur sonur minn einn notað hana. Nú var þörf. Eftir sjóðheita saunu, hitakrem og teygjur lét ég vöðvana renna yfir rúlluna á meðan ég emjaði í hljóði - alveg þar til ég gat ekki meir.
Eitthvað hefur þetta hjálpað - og ekki síður kennt mér, en það er samt undarleg tilhugsun að vera að fara að hlaupa 60 m og stökkva langstökk á morgun.
11.1.2013 | 22:23
Rammíslenskur!! Hafnfirskur faðir og hafnfirsk móðir - FH-ingar!!
Hvenær ætla íslenskir íþróttafréttamenn að átta sig á því að Hans Lindberg er rammíslenskur þó hann sé með danskan ríkisborgararétt. Það er hálfhjákátlegt að segja hann af íslensku bergi brotinn.
Nægilega keppast fréttamenn að gera útlendinga að Íslandsvinum svo menn ættu ekki að vera í vandræðum að hafa Íslending Íslending.
Foreldrar Hans eru báðir uppaldir í FH, eru Hafnfirðingar og fjölskylda hans hér fylgist vel með honum.
Minna að gera hjá íslenska Dananum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.1.2013 | 21:01
Hlaupamarkmið 2013
Ég hef hingað til látið ráðast hversu mikið ég hef hlaupið og hver árangurinn hefur verið. Ég hef þó yfirleitt náð væntingum sem ég hef sett fyrir hvert keppishlaup, þó með undantekningum.
Það var eyða í Hlaupadagbókinni á hlaup.is undir markmið og einhvernveginn fannst mér ég þyrfti að ská eitthvað. Ekki var þetta vísindalega markmið en markmið engu að síður:
Í ár er stefnt að því að hafa gaman af því að hlaupa sem fyrr, reyna aðeins meira fyrir mér í utanvegahlaupi og stefnt á Snæfellsjökulshlaupið í annað sinn og jafnvel Laugaveginn.
Markmiðið er að hlaupa undir 3.30 klst. í maraþoni, undir 1.35 klst í hálfu maraþoni og hlaupa 10 km undir 43 mín.
Til gamans set ég ástundunina í km frá því hlaupavitleysan hófst:
2010: 465 km (tvö 10 km keppnishlaup)
2011: 1,243 km (nokkur keppnishlaup og fyrsta hálfa maraþonið
2012: 1.705 km (fleiri keppnishlaup, utanvegahlaup, hálft maraþon og fyrsta maraþonið. (tók afrit af Hlaupadagbókinni daginn fyrir hrun)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2013 | 22:00
Ég lofa að gera það sem í mínu valdi stendur!
Nú er nýtt ár gengið í garð. Allir frídagarnir sem ég ætlaði að nýta svo vel fóru í annað en ég ætlaði og kannski í miklu betra, bara letilega tilvist í návist fjölskyldunnar. Svona fara sumarfríin líka en ég hætti aldrei að gera áætlanir. Reyndar er frúin enn duglegri við að gera áætlanir um afrek mín í sumarfríinu enda lifir húnn enn í sannfæringu að ég sé sá sem hún sá fyrir sér þegar við giftumst fyrir nú nær 35 árum síðan. Mér eru áætluð störf til um 100 daga í þessu 4 vikna fríi og er þá ekki talað um ferðalögin sem við eigum að leggjast í. En sem betur fer er ekkert kvartað undan skorti á afrekum og tröllatrúin á afrekum mínum birtist alltaf að ári liðnu. Því er ekki að undra að ég hef svo sem aldrei sett mér háleit markmið í byrjun árs og reynsla mín í síðustu dellunni, hlaupadellunni, hefur frekar sannað að ég geri það sem ég ætla mér ekki að gera. Því hefur árangurinn verið betri en ætla mátti.
Í ár liggur margt fyrir og fremst í röðinni er efling á starfi eldri skáta í Hafnarfirði og stofnun nýs skátagildis í febrúar auk þess að fagna 50 ára afmæli St. Georgsgildisins í Hafnarfirði. Gangi það eftir verð ég rórri á hlaupum, því ég þarf fyrir haustið að vera búinn að geta hlaupið heilt maraþon 3 mínútum og 4 sekúndum hraðar en ég gerði á síðasta ári. Markmið mitt er því kannski ekki háleitt um 18,4 sekúndna bæting á hverjum mánuði til haustsins.
Ég ætla líka að slípa parketið og olíubera, smíða arinn, mála stofuna, klæða undir svalirnar, setja tröppur í garðinn, smíða ruslatunnugeymslu, smíða handrið, mála hluta af húsinu, skipta um tímareim í bílnum og eflaust eitthvað fleira sem ég man ekki eftir í augnablikinu. Ég þarf að minnsta kosti ekki að hafa áhyggjur af því að hafa ekki eitthvað að gera en ég veit líka að næsta ár kemur þó ég geri ekkert af þessu.
Mér líkar því alltaf vel skátaheitið sem er mér mjög heilagt:
"Ég lofa að gera það sem í mínu valdi stendur til þess,
- að gera skyldu mína við guð og ættjörðina,
- að hjálpa öðrum
- og að halda skátalögin."
Því er markmið mitt í byrjun ársins: "Ég lofa að gera það sem í mínu valdi stendur."