Að verða jafn galnir og hinir!

Fyrir einu og hálfu ári fór ég að hlaupa. Ekki svo að ég hafi þurft að drífa mig eða flýja eitthvað. Ég hafði reynt áður en aginn var enginn og gönguskórnir hörðnuðu af notkunarleysi. Þá hafði ég lengi séð snaróða hlaupara sem hlupu alla daga, ótrúlegar vegalengdir. En svona ætlaði ég ekki að verða.+

Í mesta lagi nokkra km í hvert sinn. Á fyrstu æfingunni hljóp ég nokkra km í snarvitlausu roki, ég píndi mig svo ég gæti verið a.m.k. verið í miðjum hópi. Þó ég hafi vart getað gengið niður stiga næstu dag, mætti ég á næstu æfingu og með því varð ég eins og hinir, jafn galinn hlaupari. Eða hvað?

Ég hef að vísu ekki keppt mikið, aðallega í FH-hlaupum. Ein fyrsta keppnin var 10 km í meistaramóti Íslands á braut, ein leiðinlegasta keppni sem til er - 25 hringir á braut! Þá var keppt í Kaldárhlaupinu, tæpra 10 km hlaup á mjög skemmtilegri leið í desember með þó nokkurri lækkun. Sennilega var það skemmtilegt hlaup vegna þess að ég náði bara ágætum tíma.

Atlantsolíuhlaupin urðu tvö hjá mér, 5 km hlaup meðfram ströndinni í Hafnarfirði, en einhvern veginn fann ég mig ekki í hvorugu hlaupinu, þó ég geti hafa verið ánægður með tímann.

En fyrsta alvöru hlaupið með flögu festa við skóinn og viðurkenndum mælingum var Miðnæturhlaupið þar sem ég stefndi undir 1:50. Ég hlaup af stað með hlaupafélaga með hlaupaúr á hendinni en eftir nokkurn tíma missti ég af honum þegar ég skaust fram úr manni sem ég var að því kominn að stíga á hælana á. Þá hljóp ég einn næstu km og var farinn að halda að ég væri bara að sprengja mig á og miklum hraða. Þá birtist annar hlaupafélagi með hlaupaúr og upplýsti mig um fínan hraða og hvatti mig áfram og saman hlupum við í gegnum 5 km markið á mínum besta tíma og tíma sem hefði dugað mér í 2. sæti í mínum aldursflokki. En þá skildu leiðir og ég sá hlaupafélagann minnka og minnka. Sem betur fer birtust ekki margir hlaupafélagar, einn þó sem hvatti mig, og ég hljóp í mark eftir góða hvatningu frá leiðtoganum á hliðarlínunni rétt fyrir markið. Hann kallaði einhvern tíma sem ég trúði vart en varð að gera þegar ég hljóp í gegnum markið á undir 45 mínútum. Flögutíminn reyndist 45:47, minn langbesti tími.

En til marks um að ég hef lítinn hemil á vitleysunni fór ég strax að hugsa að kannski hefði ég getað gert betur ef ég hefði þekki hlaupaleiðina og æft meira. Ótrúlegt að maður geti ekki fagnað án svona truflana!

Ég hafði rétt fyrir hlaupið skráð mig í hálft maraþon í Köln í byrjun október. Margir höfðu hvatt mig til að skrá mig í heilt maraþon og sú hugsun kom upp einhvern tíman þegar ég sá færslu eins hlaupafélagans sem skráði sig í hálft marþon. (..ef hann getur, þá get ég..) Sem betur fer hristi ég þá hugsun af mér enda sá ég ekki hvernig ég ætti að drepa tímann eftir 21 km. Taka með mér bók??

En laugardaginn eftir Miðnæturhlaupið setti ég lengdarmet, hlaup 25 km. Þá held ég að það sé að sannast að hlaupadellan er eins og vírus sem hægt og rólega sigrast á vírusvörnunum. Samt ætla ég að berjast gegn galskapnum og stefni að því að hafa áfram gaman að því að hlaupa með skemmtilegum hlaupafélögum og ég get sagt það hér, þar sem enginn les þetta nema tengdamamma, að í Hlaupahópi FH er samansafn af flottu fólki sem er virkilega skemmtilegt að hlaupa með. Þjálfararnir eru ólatir við að hvetja mann áfram og hrósa og það virkar jafn vel og þegar maður var krakki. Ég vildi ég væri svona duglegur að kunna hróstæknina! 

Ég treysti mér til að hlaupa heilt maraþon en mig langar ekki. Þar set ég mörkin í brjálæðinu :) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband