Sofandi stjórnmálamenn og áhugalausir

Að það sé drasl í landi Hafnarfjarðar (og reyndar líka Grindavíkur) er því miður ekki nýmæli. Stjórnmálamönnum hefur verið marg oft bent á þetta, bæði í ræðu og í riti. Umhverfisnefnd Hafnarfjarðar hefur verið meira en ónýt í þessum efnum og ekkert gert en nefndin hefur verið lögð niður - ekki þess vegna - heldur vegna sparnaðar.

Sumt af þessu drasli sem finna má er mjög gamalt, annað er nýrra.

Ekki er hægt að kenna stjórnmálamönnum um það að fólk leggist svo lágt að það hendi drasli á víðavangi og starfsmenn bæjarins hafa verið fljótir til þegar t.d. Fjarðarpósturinn hefur sagt frá slíkum tilfellum. Dæmi eru líka um að fólk hefur komið úr nágrannasveitarfélagi og hent drasli út fyrir veg í Hafnarfirði.

En vörubílar hafa líka komið í bæinn frá öðrum sveitarfélögum - með leyfi bæjaryfirvalda - og sturtað jarðvegi og verið með í að búa til eina mestu jarðfyllingu sem þekkist á höfuðborgarsvæðinu - jarðfyllingu sem menn komust hjá að setja í umhverfismat. Og þar er ekki verið að tala um einn og einn vörubíl! Langt í frá. Þetta var gert í skjóli þess að verið væri að fylla ofan á gamlan öskuhaug en farið var langt út á ósnortið land og ekkert er farið að bóla á jarðmótuninni sem átti að vera lokaskrefið. Enn er verið að losa jarðveg og stækka jarðfyllinguna.

Endurvinnsla á jarðvegi er ekki til í Hafnarfirði og engin stefnumótum er til um slíkt!

Víða í yfirgefnum námum leika byssumenn sér við að skjóta úr haglabyssum og hafa gert óáreittir í fjölda ára. Afraksturinn er milljón haglabyssuskothylkja sem liggja á jörðinni öllum til ama og sundurskotnir hlutir á víð og dreif.  Hefði ekki verið nær að fylla þessar námur í stað þess að búa til fjall við Hamranes.

Yfirmenn bæjarins og stjórnmálamenn geta ekki skýlt sér á bak við vanþekkingu. Marg oft hefur verið bent á þetta drasl. Búið er að leggja umhverfisnefndina niður og umhverfis- og framkvæmdaráð yfirtekið starfsvið hennar. Í skipulags- og byggingarráði situr fv. formaður umhverfisnefndar og henni hefur verið bent á draslið. Hafa einhverjar tillögur komið fram? Eða aðgerðir?

Mikið af þessu drasli er búið að vera þarna um áraraðir sem segir okkur það að bæjaryfirvöld hafa haldið fyrir bæði augun og eyrun. Nú er kominn tími til aðgerða. 


mbl.is Yfirgengilegur sóðaskapur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband