Skįtaašferšin

Ég, įsamt um 25 skįtaforingjum, sat kynningarfund ķ Hraunbyrgi į nżju dagskrįnni fyrir skįtana sem ber žaš einfalda nafn skįtaašferšin. Ekki ętla ég aš taka afstöšu til hennar enda veit ég ekki nęgilega mikiš ennžį auk žess sem viš sįum ašeins bękur fyrir yngsta skįtahópinn, drekaskįta. Fyrir žį sem lķtiš vita um skįtastarf žį kallast jś yngstu skįtarnir drekaskįtar, nęsti aldurshópur, drekaskįtar, unglingarnir dróttskįtar og eldri unglingar roverskįtar. Svona ķ grófum drįttum.

Žaš sem mér, sem verandi oršnum gömlum ref ķ skįtastarfi, fannst mest gaman var umręšan sem spratt upp um grundvallarmarkmiš skįtastarfs og raunveruleikann ķ skįtastarfi. Ekki sķst umręšuna eftir fundinn viš unga skįtaforingja. Mér fannst ég upplifa svolķtiš gamla tķma og sannan įhuga og minnti mig svolķtiš į upplifun mķna af umręšu dróttskįta ķ Botnsdal 1972 žar sem Gutti, Gušbjartur Hannesson (nś rįšherra) bar höfuš og heršar yfir ašra ķ umręšunni.

Žaš var mikiš rętt um aškomu fulloršinna skįta ķ skįtastarfiš, fulloršinna sem höfšu upplifaš skįtastarf og įttu góšar minningar. Hvernig nį mį betur til žessa fólks, gefa žvķ tękifęri į aš fylgjast meš, taka žįtt sér til gamans og skįtunum til gagnst. Sennilega er alltof lķtiš leitaš til eldri skįta um żmislegt smįlegt ķ skįtastarfi, ašstoš viš hluta śr fundi, śtilegu, verkefni eša hvaš annaš žar sem žekking eldri skįtans nżtist vel. Žaš žarf ekki alltaf aš gleypa žį fulloršnu meš skó og hśfu.

Žaš var lķka gaman aš fylgjast meš Hraunbśanum Ólafi Proppé sem kominn er į eftirlaun og hefur gefiš sig allan ķ žetta verkefni fyrir skįtahreyfinguna. Emaleraša heišursmerkiš frį Hraunbśum hékk ķ skįtaskyrtunni, hann var meš Gilwell klśtinn sinn og geislaši af įhuga og mašur fann aš hann byggši mikiš į reynslu sinni śr góšu skįtastarfi fyrr į įrum. 

Fundinum lauk meš žvķ aš sunginn var bręšralagssöngur skįta, allir saman ķ hring og tókust saman hönd ķ hönd og stemmningin flott. En žaš var ekki fyrr en löngu sķšar, žegar klukkan var farin aš ganga ķ tólf žegar viš komumst śt ķ bķl til aš koma okkur heim.

Mér fannst kvöldinu vel variš og vonandi į fólk eftir aš sjį betur hversu grķšarlega mikilvęgt uppeldisstarf skįtastarfiš er - starf žar sem ęvintżri og gleši ręšur rķkjum.

Įvallt višbśinn! 


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband