Fyrsta maraþonið

Þegar ég byrjaði að hlaupa fyrir 2 árum og 10 mánuðum hvarlaði ekki að mér að ég ætti eftir að hlaupa maraþon. Reyndar var það svo fráleitt enda ætlaði ég hvorki að hlaup 10 km eða hálft maraþon og heilt marþon var ekki til að tala um. Hvað é maður jú að gera á 4 tíma ferð, lesa bók?? En allar áætlanir um hvað ég ekki ætlaði hafa verið brotnar - allar.

Í desember setja Finnur og Þórdís hróðug skilaboð á Facebook að þau séu búin að skrá sig í Berlínar marþon og það sé alveg að fyllast.

Þetta var í miðri jólvertíðinni í Fjarðarpóstinum og ég fékki ekki mikinn tíma til umhugsunar. Ég sat á skrifstofunni og melti upplýsingar og varð að viðurkenn að eftir 2 hálf maraþon, annað í Köln, var ég að hugsa um að taka afstöðu í janúar hvort það væri eitthvað vit í að hlaupa maraþon. Ég skoðaði þetta í klukkutíma, hringdi í konuna og skráði mig.

Nú var ekki aftur snúið. Vetur gekk í garð og sumar og þegar á leið samdi ég við Pétur þjálfara að gera ævingaráætlun fyrir mig. Þjrár vikur voru liðnar af henni þegar ég byrjaði og ég tók þessu nokkuð alvarlega og æfði af kappi og allt gekk vel. Allt þar til að 12 dagar voru í hlauðið og þá hafði ég ekki lent í neinum teljandi hlaupameiðslum frá upphafi. Á brautinni á þægilegu 4.30 tempói fékk ég sting þegar ég hljóp fram hjá nokkrum kvenkyns FH hlaupurum. Nokkrum tugum metrum seinna mátti ég játa mig sigraðan, lengra gat ég í rauninni ekki hlaupið þó einum hring hafi verið bætt við eftir smá teygjum. Viku hvíld og bólgueyðandi lyf voru tekin og ég var orðinn ágætur viku seinna og tvö róleg hlaup tóku við. 

Svo rann upp dagurinn í Berín, frekar kalt um morguninn og mér leið eins og íslenskum víkingi í hlýrabolnum umkringdur af plastlögðum hlaupurum og fáklæddum mönnum með gæsahúð. Svo var ræst og ég hljóp eða öllu heldur labbaði af stað, þvílík var mannmergðin þó við værum ræst nokkru á eftir fyrstu starthópunum. Þetta var rosalega gaman, eins og í tölvuleik, farið var fram úr hverjum á fætur öðrum, hunduð manns og þúsundum manns örugglega. Ég kvaddi Finn í startinu en við höfðum fylgst  að alveg inn í startblokkina. Ég náði að fikra mig inn í F- blokkina þegar blokkirnar voru sameinaðar fyrir annað start, svo ég náði að vinn aðeins  á Þórdísi sem fór af stað í F. Þetta var hrikalega gaman og mér leið rosalega vel.  Þórdís var með hvíta húfu og ég ætlaði að svipast eftir henni þegar á leið hlaupið. Eftir um 4 km kannaðist ég við koll, öllu heldur hreyfingar hans. Ég hljóp upp að hlauparanum og ýtti við honum, þarna var Þórdís á góðu róli. Eftir þetta hlupum við saman með smá hliðarspori og það er hægt að segja það strax að við hlupum saman í mark, hrikalega ánægð, þó háleitasta markmiðið hafi ekki náðst.

Mannfjöldinn var gífurlegur og þetta var eins og í svigi, að komast fram úr fólki fyrstu ca 15 km. Tíminn leið hratt og ég átti ekki orð þegar við vorum búin að hlaupa 10 km. Þetta gekk flott, ég  var með méð mér lítinn brúsa, tæplega 400 ml. með orkudrykk og saup af honum sennilega upp í 20 km án þess að drekka annað en tók þó eitt orkugel. Ég hafði drukki vel fyrir hlaupið og fannst ég ekki getað drukki meira. 

Þa var ærandi að fara í gegnum drykkjarstöðvarnar, hávaðinn þegar fólk traðkaði á plastglösunum var ærandi og þegar orkugel var í boði, urðu skórnir flughálir og allt var á floti. Allst staðar var fólk á hliðarlínunni, hlómsveitir spiluðu, fólk með fána og rosalega gaman. Danski fáninn var áberandi enda yfir 7 þúsund Dani í hlaupinu og danskan heyrðist allan tímann. Kristjana og Kristín voru á hliðarlínunni við 5 km og gaman að fá hvatningu og aftur við ca. 25 km. Einstak aðrir hvöttu okkur og það var mikils virði. Áfram fórum við fram úr fólki og fyrr en varði var hálfu maraþoni lokið á ágætum tíma  um 1:43 og þett lofaði góðu. Við 27 km greip ég tvö orkugel en gáði ekki að braðgtegundinni og aldrei hef ég fengið verra gel. Ég átti eitt af mínum gelum eftir og tók það næst, var vanur þeirri sykurleðju og því var skolað niður með vatni. Nú var orkudrykkur þeginn og þambaður og stundum vatn, en ekki alltaf. Við vorum á flottu róli við 30 km og alveg skv. áætlun. Eftir það fór 3.30 blaðran að hverfa og hraðinn var ekki alveg eins og áður en samt ágætur. Við 32,3 km fagnaði ég nýju meti, hafði aldrei hlaupið svona langt áður. Nú fann maður aðeins fyrir að maður var að hlaupa en ég var í góðum gír. Vinstri löppin, sú sem ég tognaði á, var aðeins að pirra mig, tak í aftari lærvöpva og ökklinn var aðeins að pirra mig en alls ekki afgerandi. Eftir 38 km fór þetta að verða erfitt, fæturnir voru orðnir stífir en pústi var í lagi. Það hægðist á allri þvögunni og maður áttaði sig kannski ekki á því hversu mikið það hægðist á manni. Þórdís þurfti að bregða sér afsíðis og ég hljóp áfram einn. Markmiðið var ekki að nást og lappirnar voru þungar og ég drógst inn í smá depurð en reyndi þó að rífa mig upp úr henni öðru hverju. Við ca. 40 km náði Þórdís mér og stappaði í mig stálinu bara með því að vera þarna og hraðinn jókst og við hlupum saman restina. Eftir nokkra króka sem við þekktum sást í Brandenburgarhliðið, þetta var að verða búið - HEILT MARAÞON. Hraðinn var aðein aukinn og við hlupum saman í mark svo ekki munaði nema 2 sekúndum. Rosalega góð tilfinning. 

En þá tók alvaran við. Ekkert vatn að fá í markinu og okkur skipað áfram. Ég riðaði hreinlega og fann að lappirnar voru alveg búnar. Aldrei hafði ég áður fundið mig svo skíran í kollinum í keppnishlaupi áður, því oftast fer maður í einhvern gír og verður flökurt þegar maður lítur á úrið - en ekki núna. Við skröngluðumst, spáðum í að setjast niður á fyrsta grasbala en hugsunin um matarpokann dró okkur áfram. Á leiðinni var með erfiðismunum farið upp á kantsteininn að næstu girðingu og teygt. Matarpokinn olli miklum vonbrigðum. Vatn, smá brauð, epli og banani, þurrt orkustykki og kex. Allt var étið og ég náði mér í banana og te til viðbótar.

Ég ætla ekki að lýsa ferð um svæðið eftir fatapokanum og leit að staðnum sem gróf tímann og nafnið mitt á peninginn og leit að eiginkonunni. Allt þetta tók sinn tíma en um síðir sameinaðist hópurinn að undandskildum Halla og komið var við á næsta veitingastað, svo var haldið heim, dottað í baðkarinu og svo út að borða.

Nú eru augnlokin að síga hratt niður enda var síðasta nótt mikil andvökunótt þó nokkrir draumar hafi sannað að ég sofnaði eitthvða. Ég er hrikalega ánægður og stoltur af góðu dagsverki. Það er yndislegt að vera með þessum góða hóp en annað kvöld förum við Kristjana og Halli heim en hin spóka sig í Berlín og láta sér leiðast meðan við Halli getum sagt frægðarsögurm hverjum sem vill heyra og hinum líka.

Góða nótt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband