Útsvar í kvöld

Hafnfirska liðið hittist í fyrsta sinn í hádeginu í dag. Verkaskipting var ákveðin, Björk Jakobsdóttir leikur, Sævar Helgi Bragason hleypur og svarar spurningunum svo það var lítið eftir handa mér að gera. Greinilegt er að liðið var ekki valið til sigurs, þá hefði ég örugglega ekki verið valinn í liðið. Ég gat ekki annað en sagt já þegar mér var boðið að vera með - svona tækifæri til frægðar fæst ekki aftur. Sagt er að ef við vinnum í kvöld, gleymist það fljótt en ef við töpum, gleymist það aldrei og okkar eina leið til að komast hjá háði og skömm er að fela okkur í búningum Grýlu og jólasveinanna í Jólaþorpinu.

En við erum ekki að fara í keppnina til að tapa, ég hlakka til að keppa við Akurnesinga, mér er alltaf hlýtt til þeirra og á góðar minningar frá ferðum mínum á Skagann og hef kynnst þar mörgum góðum skátavinum. Sennilega varð hugtakið Hafnarfjarðarbrandari til á Skaganum þegar skátar skiptust á Skaga- og Hafnarfjarðarbröndurum. En það er önnur saga og skemmtileg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband