11.12.2007 | 00:30
Myndir úr rokinu í Hafnarfirði
Fjarðarpósturinn var á vettvangi í Hafnarfirði í rokinu og verst var rokið á Völlum og á Reykjanesbraut. Girðingar, vinnupallar og fleira lauslegt gáfu sig á Norðurbakkanum þó svo veðrið virtist mun skaplegra þar. Í Áslandi 3 höfðu dokaplötur og mótaflekar og fleira lauslegt fokið og efst í hverfinu fauk vandaður vinnuskúr á hliðina og lokaði götunni. Á Hvaleyrarholti losnaði kjölur á þaki á blokk við Dvergholt enda sogkrafturinn geysilegur í svona veðri á lágreistum þökum. Á Völlum fauk ýmislegt smálegt um allt hverfið, þakplötur losnuðu af þökum og girðingar féllu. Þá fuku auglýsingaplötur af auglýsingaskiltum við Ásvelli.
Sennilega fauk mest smálegt þar sem húseigendur eða verktakar hafa ekki hirt um að ganga snyrtilega og tryggilega frá á byggingarstöðum.
Sjá ljósmyndir í myndaalbúmi Ljósmyndir: © Guðni Gíslason - www.fjardarposturinn.is
Slæmt ástand í Hafnarfirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:00 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Gummi Kvennakórsaðdáandi. Ég væri nú sennilega farinn inn í tjald ef svona veður væri á Vormóti í Krýsuvík. Hér á skíðasvæðinu í Setberginu er hvorki snjór né rok, smá gjóla og blautt.
Guðni Gíslason, 11.12.2007 kl. 00:41
Guðni !
Ertu virkilega að þvælast úti í veðrinu ?
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 11.12.2007 kl. 01:00
Sæll, Guðni.
Búinn að fylgjast með Kára í kvöld hef líka skoðað gögn frá veðurstofu þar sem tölur við Hafnarfjall þar sem vindurinn náði 63 m/s yfir 226 km, góðar myndir hjá þér að veruhaminum,skil vél lætin við norðurbakkann þar sem búið er að reisa vindgöng með þessum húsum sem magna upp vindhraðann í austan átt, er alinn upp í biðbænum og þekki aðstæður þarna í sjálfum sé bjóst við að þessi staða gæti komið upp en kannski ekki svona slæm.
Kv , Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 11.12.2007 kl. 01:04
Eigum við nokkuð að vera að kippa okkur upp við þetta veður erum við ekki öllu vön hvað veðurfar varðar? Vonum bara að engin slys verði,þá er allt í góðu.
Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 11.12.2007 kl. 01:12
Sæl Guðrún María, já ég er alinn upp á Holtinu og er því alinn upp í rokinu. Fæ sérstaka þörf fyrir að fara út þegar vont er veður. Synd að snjórinn er næstum horfinn og engir bílar að losa hér í Klukkuberginu eins og var svo oft fyrir um áratug.
Sæll Sigurjón, það hrikti mun meira í bílnum hjá mér á Reykjanesbrautinni við Vallahverfið og þar var víða snarvitlaust veður. Miðað við það var rólegt á Norðurbakkanum en þar er svo margt laust og ekki alveg að marka. Spurning hvort þeir á Batteríinu hafi ekki sett hverfið í vindherminn sinn. Hef reyndar ekki séð neitt um það. Ég hefði ekki viljað vera undir Hafnarfjallinu :)
Guðni Gíslason, 11.12.2007 kl. 01:18
Alveg misst af þessu veðri! Tel mig nú ekki vera í neitt sérlega mikilli lognmollu þarna á Álftanesinu....en greinilega hefur vindáttin staðið þannig að maður varð ekki eins var við veðrið. Enda var ég rosalega hissa á öllum óveðursfréttunum í morgun.
Helga Linnet, 11.12.2007 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.