Vangaveltur um jafnrétti

Ég vil byrja á því að óska Amal Tamimi til hamingju með að hafa sest í stól bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjarðar en hún er þriðji varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar.

En þessi frétt sem er unnin úr fréttatilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ vekur mig til umhugsunar um það hverju á að hampa og hverju ekki. Er þetta fréttnæmt vegna uppruna hennar? Eru ekki allir jafnréttir óháð uppruna, trúarbragða og kynferðis? Einhvern veginn finnst mér ekki jafnrétti komið á fyrr en menn hætta að telja það merkilegt að kona verði fyrsta konan til að gegna einhverju embætti eða að einhver sem ekki fæddist hér á landi gerði eitthvað. Ég fagna öllu jafnrétti og finnst ekkert tiltökumál að það virki í raunveruleikanum. Auðvitað telja menn þetta fréttnæmt vegna þess að þetta er ein staðfestingin þá því að jafnréttið er að virka. Það byggist reyndar á að viðkomandi hafi ekki verið valinn vegna uppruna síns, heldur aðeins vegna verðleika.

Mér fannst t.d. skemmtilegt að hugsa til þess að 50 ára sögu kvenna í bæjarstjórn Hafnarfjarðar var hampað á kostnað 100 ára sögu karla í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Reyndar verða ekki liðin hundrað ár fyrr en í júní og þá býst ég við að þeim áfanga verði hampað líkt og konunum.

Hins vegar er jafnrétti svo víðtækt. Ekki veit ég hvenær fyrsti aðflutti Hafnfirðingurinn settist í bæjarstjórn, fyrsti Húnvetningurinn o.s.frv. Mér er meinilla við að draga fólk svona í dilka. Konur og karlar eru ekki eins og að öllu jöfnu verður því ekki breytt. Hins vegar eru einstaklingarnir misjafnir og það þarf ekki litarhátt, þjóðerni eða slíkt til. Ég missti af því að hlusta á þennan bæjarstjórnarfund, verð að viðurkenna að ég steingleymdi honum, en ég hef hlustað á flesta bæjarstjórnarfundi sl. 6 ár. Mér hefði þótt merkilegra að heyra um það sem hún fjallaði í jómfrúarræðu sinni því ég veit að hún fjallaði um þjónustu við innflytjendur, þjónustusamning við Alþjóðahús og Grundvig verkefnið. Lengi lifi jafnréttið


mbl.is Fyrsti innflytjandinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband