Í hvað stöðu er Hafnarfjarðarbær kominn í

Hún var athyglisverð fréttin í ríkisútvarpinu í kvöld og til fróðleiks birti ég hana hér:

Mega ekki selja OR hlut sinn í HS

Samkeppnisyfirvöld ætla ekki að heimila Hafnfirðingum að selja Orkuveitu Reykjavíkur hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja (HS). Tilkynnt verður um þetta á allra næstu dögum.

Bæjarráð Hafnarfjarðar ákvað 17. desember að ganga að tilboði OR frá í sumar, í tæplega 15% hlut bæjarins í HS. Virði hans er nærri 8 ma.kr. og átti að greiðast með peningum og hlutbréfum í OR. Hafnfirðingar ætluðu að halda eftir lítilsháttar hlut. Reykjanesbær á mest í HS, litlu meira en Geysir Green Energy, en Reykvíkingar eiga álíka stóran hlut og Hafnfirðingar í gegnum OR en yrðu nærri því á pari við Geysir Green ef hlutirnir kæmust á eina hendi. Aðrir eiga minna.

 

Nú er hins vegar ljóst að af sölunni verður ekki, því samkvæmt heimildum fréttastofu Sjónvarps hafa samkeppnisyfirvöld fellt sinn dóm og ætla ekki að heimila viðskiptin. OR eignast því ekki hlut Hafnarfjarðar í HS.

Um svipað leyti og OR bauð í hlut Hafnfirðinga í byrjun júlí gerðu stærri eigendur HS með sér samkomulag sem fól m.a. í sér að Reykjanesbær og Geysir Green myndu falla frá forkaupsrétti á hlut Hafnarfjarðar, yrði af sölunni. Smærri eigendur HS, (Grindavík, Sandgerði, Garður og Vogar), voru ekki með í samkomulaginu og hafa að undanförnu skoðað hvort þeir nýti sér forkaupsrétt á hlut Hafnfirðinga í fyrirtækinu. Úr því að OR er úr leik er því spurning hvort einhver hinna minni láti slag standa og kaupi hlut Hafnfirðinga.

Ef það reynist rétt að Samkeppnisyfirvöld stöðvi þessa sölu getur verið að Hafnarfjarðarbær sé í vondum málum. Er ekki búið að reikna með þessum peningum? Framkvæma á fyrir á sjöunda milljarð á þessu ári og menn hljóta að hafa tekið söluna á hlutnum í HS með inn í myndina. Reyndar er allt ferlið frá því Geysir green og OR fóru að kaupa í HS einn skrípaleikur. Af hverju seldi Hafnarfjörður ekki sinn hlut strax til OR fyrst þetta yfirverð bauðst og menn voru í söluhugleiðingum? Af hverju biðu menn svona lengi? Var stofnun á Suðurlindum skelfilega illa tímasett? Hún setti OR í varnarstöðu og sýndi jafnframt að menn ætluðu sér að fá meira en hlut Hafnarfjarðar í HS með í kaupunum. Virkjunarleyfi voru aldrei til sölu og því hefði stofnun Suðurlinda ekki átt að breyta neinu en gerðu það samt. Nú gæti Hafnarfjarðarbær verið í þeirri stöðu að geta ekki selt hlut sinn fyrir nærri því þá upphæð sem OR bauð og þá er spurningin hvor yfirhöfuð sér hagkvæmt að selja núna nema menn séu neyttir til vegna þeirrar fjárhagsstöðu sem Hafnarfjarðarbær er í.

Það verður spennandi að fylgjast með þessu undarlega máli.


mbl.is Mega ekki selja OR hlut sinn í HS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Guðni.

Ég segi sama og þú, hvaða staða er eiginlega uppi hér á bæ ?

Sjálf stóð ég í þeirri trú að þessi kaup væru um garð gengin.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.2.2008 kl. 23:59

2 Smámynd: Guðni Gíslason

Sæl sjálf, já segðu. Það er fjör í Hafnarfirði

Guðni Gíslason, 28.2.2008 kl. 01:10

3 Smámynd: Gunnar Axel Axelsson

Heill og sæll Guðni 

Auðvitað hefur ekki verið gert ráð fyrir hagnaði af sölu hlutarins í áætlunum bæjarins, það er af og frá. Það er heldur ekki rétt að það hafi eitthvað staðið til boða að selja strax. Aðalatriðið hlýtur að vera að stjórnvöld í bænum hafa staðið vörð um almannahagsmuni í þessu máli og tryggt langtímahagsmuni bæjarbúa. Það hefði ef til vill verið erfiðara ef fjárhagsstaða bæjarfélagsins hefði verið slæm, sem hún er sem betur fer ekki - þvert á móti.

En þetta er vissulega áhugavert mál og ég hlakka til að sjá hverju framvindur, enda erfitt að sjá hvernig þessi ákvörðun muni koma neytendum til góða. Er annars búið að staðfesta þetta?

Kveðja

Gunnar Axel

Gunnar Axel Axelsson, 28.2.2008 kl. 16:11

4 Smámynd: Guðni Gíslason

Sæll Gunnar Axel, auðvitað hefur það ekki verið gert í fjárhagsáætlun en stundum þarf að horfa lengra fram í tímann og ég er viss um að horft hefur verið til þessara peninga. Af hverju segir þú að Hfjbær hafi ekki getað selt strax? Um leið og samkomulagið við OR var gert, ekki stóð á OR - var það? Ef það er rétt er árs dráttur á sölu bænum dýr, því vaxtatapið væri mun meira en arður af hagnaði HS enda bauð OR yfirverð. Nei, ekkert er víst þessum heimi og það verður spennandi að fylgjast með málinu. En ég ítreka, ef menn ætluðu selja, þá átti ekki að bíða neitt með það.

Guðni Gíslason, 28.2.2008 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband