Hét embættið ekki bæjarstjóri þá?

Ég man þá tíð þegar Reykjavík varð borg í stað bæjar en ég man ekki aftur til 1908 þegar Hafnarfjarðarbær fékk loksins kaupstaðarréttindi eftir þvermóðsku Reykjavíkurþingmanna. En þangað sóttu menn fyrsta bæjarstjórann greinilega.

Hver varð fyrstur til að bera titilinn borgarstjóri?


mbl.is Aldarafmæli embættis borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nei þetta er rétt: til embættis borgarstjóra var stofnað fyrir 100 árum. Það var ekki fyrr en 50 árum seinna sem Reykjavíkurbæ var breytt í borg. Þannig er misskilningurinn tilkominn.

Guðjón Sigþór Jensson, 6.5.2008 kl. 14:11

2 Smámynd: Guðni Gíslason

Takk fyrir þessa leiðréttingu

Það hefur þá verið nokkuð sérstakt að hafa borgarstjóra en bæjarfulltrúa. Það er auðvitað mikið flottara að vera borgarstjóri eða borgmester upp á dönsku eins og Lúðvík var titlaður í heimsókn hinna konungbornu í Áslandsskóla.

Guðni Gíslason, 6.5.2008 kl. 14:52

3 Smámynd: Kristbergur O Pétursson

Ég er feginn að Hafnarfjörður var ekki gerður að höfuðstað Íslands á tíma Skúla Magnússonar. Þá hefðu menn eytt tonnum af dýnamíti í það að sprengja niður klettana, mína heitt elskuðu hraunkletta, til að rýma fyrir fallítt-faktoríu-Innréttingum Skúla fógeta sem á endanum fóru á hausinn í Aðalstræti í Gufuvík syðri.

Kristbergur O Pétursson, 6.5.2008 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband