Talar hann í anda vantrúar?

Ekki átta ég mig á reykvíska fríkirkjuprestinum. Hvað vakir fyrir honum? Hann gengur miklu lengra en að kalla eftir að fríkirkjurnar sitji við sama borð og þjóðkirkjan - peningalega. Ég er fríkirkjumaður en geri enga athugasemd við ríkiskirkju. Ég hef valið. Ég skil peningahliðina að hluta en er séra Hjörtur Magni virðist vera að óska eftir að komast í stöðu þjóðkirkjunnar?

Kirkjan hefur hingað til liðið fyrir peningalegar eignir. Allar kirkjur (söfnuðir) leggja áherslu á veraldlegar eignir eins og kirkjubyggingar sanna svo rækilega. Kannski er ekki svo slæmt að fríkirkjurnar verði að skera við nögl og leita til safnaðarmeðlima sinna? Það þrýstir kannski á að hún sinni betur grundvallarstarfi kirkjulegs starfs í stað annars og dýrara sem oft er notað til að draga fjöldann í kirkjur.

Mér finnst sr. Hjörtur Magni leggja lóð á vogarskálar vantrúar með því að fagna úrsögnum úr þjóðkirkjunni. Trúin skiptir meira máli en umgjörðin eða gloría prestanna.


mbl.is Fagnar úrsögn úr þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Hvað kemur það "vantrú" við þó fólk skrái sig úr ríkiskirkjunni?  Hvað hefur ríkiskirkjan með trú að gera?

Matthías Ásgeirsson, 24.11.2008 kl. 00:16

2 identicon

Ég verð nú bara að segja að ég er sammála ykkur báðum. Ég er skráður í þjóðkirkjuna en en fer voða lítið þangað til að rækta mína trú. Mér finnst hins vegar mjög gott að hafa þjóðkirkjuna sem bakhjarl og mikilvæg stofnun sem sem trúarleg stoð í samfélaginu. Mér finnst ég allavega búa við miklu meira öryggi og betri líðan þegar þjóðkirkjan er til staðar.

Hins vegar hefur mér aldrei líkað við málefni fríkirkjuprestsins. Eitt af aðalatriðunum í kristinni trú er að horfa í eigin barm og taka bjálkann úr sínu eigin auga áður en flísin er tekin úr auga bróðursins.  Samt sem áður finnst mér hann ráðleggja fólki alveg þveröfugt.

Axel (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 00:37

3 Smámynd: Guðni Gíslason

Ég skil ekki Matthías hvernig þú ætlar fólki í þjóðkirkjunni að hafa enga trú. Fólk í þjóðkirkjunni getur verið jafn trúað og fólk í Fríkirkjunni eða Krossinum. Eflaust skráir fólk sig úr þjóðkirkjunni af ýmsum ástæðum,  sumir vegna trúarskoðana og aðrir einfaldlega vegna þess að það velur sér annan farveg. Það er ekkert athugavert við það.

Guðni Gíslason, 24.11.2008 kl. 01:05

4 identicon

Já, en guðni þannig er mál með vexti, að þó að þjóðkirkjan sé trúfélag eru afskaplega margir meðlimir í henni sem eru ekki trúaðir, og eru þar bara vegna þess að þeir eru lögum samkvæmt skráðir sjálfkrafa í hana hafi móður þeirra verið skráð þar, og þeir sem lítið pæla í trúmálum eru einmitt líka oft ekki líklegir til að kippa sér upp við það að þeir séu skráðir á einhverju blaði sem þjóðkirkjumeðlimir og nenna kanski ekki að komast að því hvernig þeir getir breitt þeirri skráningu.

Smári Roach Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 07:08

5 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég skil ekki Matthías hvernig þú ætlar fólki í þjóðkirkjunni að hafa enga trú

Ég fullyrti ekkert um það.  Aftur á móti get ég fullyrt að afar stór hluti þeirra sem skráðir eru í ríkiskirkjuna hafa enga trú.  Það sýna rannsóknir.   Eins og Smári bendir á er fólk skráð sjálfkrafa í trúfélag við fæðingu.  Í dag eru um 80% íslendinga skráð í ríkiskirkjuna. Ég tel að rétt hlutfall væri svona 50%, í önnur kristin trúfélög ættu um 20% að vera, hin 30% í önnur trúfélög eða utan trúfélaga.

Ég sé ekki hvað er athugavert við að Fríkirkjuprestur bendir á að það er jákvætt að fólk skráir sig úr ríkiskirkjunni.  Að mínu mati bendir það til þess að fólk hefur frumkvæði að þessu - það hugsar um skráningu sína.  Hinir sinnulausu eru áfram skráðir í ríkiskirkjuna.

Matthías Ásgeirsson, 24.11.2008 kl. 08:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband