Undarleg svör og undansláttur

Kreditkort með sín Masterkort var ekki lengi að hækka kortagengið þegar gengið fór upp í byrjun október. Færsla 5. október þegar kortagengið var um 164 kr. evran var innheimt á 225 kr. evruna vegna þess (að sögn forstóra Kreditkorta) færslan var ekki send inn fyrr en 2 dögum seinna.

Þá var viðbragðstími alþjóða greiðslunetsins sem Bergsveinn Sampsted, framkvæmdastjóri kortalausna, hjá Valitor kýs að skýla sér á bak við.

Þetta er sami þvættingurinn og hjá olíufélögunum og í rauninni með ólíkindum hvað við látum bjóða okkur. Þessi kortafyrirtæki (sem ég er búinn að skipta við í 27 ár) eru óþverri og kannski er komið að þeim tímá hjá íslensku þjóðinni að það verði kostnaðarlaust að greiða með debetkorti en dýrara með kreditkort. Það er með ólíkindum hvað hægt er flækja þessi kort með fríðindum sem einhver borgar fyrir.


mbl.is Áhrifin eru lengur að koma í gegn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Guðni,

ég vil taka undir þetta mál með þér. Þetta er ekkert annað en undansláttur. Ég kærði októberuppákomuna til Neytendasamtakana, Neytendastofu og Samkeppnisráðs. Einu viðbrögðin sem ég hef fengið hjá þessum stofnunum er frá Samkeppnisráði, en þeir töldu að um óréttmæta viðskiptahætti væri að ræða og sendu að því sögðu erindið til Neytendastofu. Satt að segja er ég ekkert bjartsýnn á að það verði tekið á þessu frekar en svo mörgu öðru. Kæra mín byggðist á tvennu. 1. á heimasíðu Valitors (VISA) er greiðslukortið skilgreint jafnt peningum sem er sambærilegt og seðlasölugengi viðskiptabankanna. Þetta stóðst engan veginn í byrjun október. (Þeir eru reyndar búinir að fjarlægja þessa skilgreiningu eftir að ég sendi erindin). 2. Þeir segja að upplýsingarnar berist 1 til 3 dögum efir úttekt erlendis. Það þýðir að maður getur aldrei vitað hvað gjaldeyririnn kostar þegar hann er keyptur. Ég sæi aðrar verslanir taka upp á þeim sið !

Íslendigar eiga að vakna af þessum værðarblundi og leita einhvers réttlætis í þessu sem öðru.

kveðja Friðrik

Friðrik G. Friðriksson (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 20:19

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Guðni.

Ég las það hér á blogginu að einn bloggvinur minn sem kennir sig undir nafninu nexa. Þar segir hún sömu söguna og þú bendir á.

Þessi saga sem þú bendir á er ekki fögur. Ég sjálfur hef átt viðskipti við þetta fyrirtæki og notið þar bestu þjónustu. Á meðan Gunnar heitin Bæringsson var við stjórnvöldin og Ragnar Önundarson sem voru mjög prúðir menn í viðskiptum.

Mér skilst að nú séu aðrir stjórnendur við stjórnvöldin og hafa aðrar aðfarir við sína viðskiptamenn. Hvort það verði þeim til góðs með svona framkomu skal ég ekkert fullyrða um. Nema þeir gætu tapað viðskiptum ef margar greinar koma um sama fyrirtæki. Eins og virðist í þessu tilfelli sem þú ert að upplýsa okkur um. 

Þakka þér þessar upplýsingar ekki veiti af. Morgunblaðið mætti kanna þessi mál.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 5.12.2008 kl. 21:09

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Guðni.

Eitt vil ég taka fram það sem nexa vara benda á var frá Matercard. Borgun Það er einmitt það fyrirtæki sem ég var að tala um.

Valitor er það ekki Visa þar heitir forstjórinn Höskuldur Ólafsson.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 5.12.2008 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband