Mikið er gott að hafa aðgang að fundargerðum!

Úr fundargerð bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 3. febrúar sl.:

María Kristín Gylfadóttir kvaddi sér hljóðs undir 1. lið í fundargerð fjölskylduráðs, jafnréttisátak í íþrótta- og tómstundastarfi og einnig undir 3. lið, starfshópur um almannaheill og lagði fram spurningar til Guðmundar Rúnars Árnasonar. Margrét Gauja kom að andsvari. Rósa Guðbjartsdóttir kvaddi sér hljóðs undir 15. lið í fundargerð bæjarráðs, tillaga og fyrirspurnir fulltrúa Sjálfstæðislokksins 29. janúar 2009. Þá Guðfinna Guðmundsdóttir sem kvaddi sér hljóðs undir 12. lið í fundargerð fjölskylduráðs, forvarnarnefnd. 1. varaforseti, Guðmundur Rúnar Árnason, tók við fundarstjórn. Margrét Gauja Magnúsdóttir kvaddi sér hljóðs undir lið í 12.3 í fundargerð fjölskylduráðs, jafnréttisátak í íþrótta- og tómstundastarfi. María Kristín Gylfadóttir veitti andsvar sem ræðumaður svaraði. María Kristín Gylfadóttir veitti andsvar öðru sinni sem ræðumaður svaraði einnig. Guðmundur Rúnar Árnason tók til máls og svaraði spurningum sem fyrir hann voru lagðar. Rósa Guðbjartsdóttir veitti andsvar sem ræðumaður svaraði. Rósa Guðbjartsdóttir kom að andsvari öðru sinni sem ræðumaður svaraði einnig. Rósa Guðbjartsdóttir gerði stutta athugasemd. María Kristín Gylfadóttir veitti andsvar sem Guðmundur Rúnar Árnason svaraði. Haraldur Þór Ólason kvaddi sér hljóðs undir 3. lið í fundargerð framkvæmdaráðs, aðstöðuleiga á óbyggðum lóðum, einnig 11. lið fundargerðarinnar, Hlíðarþúfur, útboð og dreifing hrossataðs og loks undir 13. lið, fjarvöktun dælu- og hreinsiútbúnaðar fráveitu og lagði undir öllum liðum fram spurningar til Gunnars Svavarssonar. Rósa Guðbjartsdóttir kvaddi sér hljóðs undir 5. lið í fundargerð fjölskylduráðs, niðurgreiðslur, samantekt og yfirlit 2008. Margrét Gauja Magnúsdóttir veitti andsvar. Gunnar Svavarsson svaraði þeim spurningum sem fyrir hann voru lagðar, einnig kvaddi hann sér hljóðs undir 1. lið í fundargerð fjölskylduráðs. Haraldur Þór Ólason veitti andsvar sem ræðumaður svaraði. Haraldur Þór Ólason kom að andsvari öðru sinni sem ræðumaður svaraði einnig. María Kristín Gylfadóttir kvaddi sér hljóðs undir 4. lið í fundargerð fjölskylduráðs, menningarsamningar. Einnig Guðmundur Rúnar Árnason undir sama lið. Gunnar Svavarsson kvaddi sér hljóðs undir 1. lið í fundargerð fjölskylduráðs, jafnréttisátak í íþrótta- og tómstundastarfi. María Kristín Gylfadóttir veitti andsvar sem ræðumaður svaraði. Jón Páll Hallgrímsson kvaddi sér hljóðs undir 4. lið í fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar, niðurgreiðslur, samantekt og yfirlit 2008. Margrét Gauja Magnúsdóttir veitti andsvar sem ræðumaður svaraði. Rósa Guðbjartsdóttir kom einnig að andsvari sem ræðumaður svaraði. Margrét Gauja Magnúsdóttir tók til máls. María Kristín Gylfadóttir veitti andsvar sem ræðumaður svaraði. María Kristín Gylfadóttir veitti andsvar öðru sinni. Eyjólfur Sæmundsson tók einnig til máls undir 1. lið í fundargerð fjölskylduráðs. Jón Páll Hallgrímsson kom að andsvari. Guðfinna Guðmundsdóttir kvaddi sér hljóðs undir sama lið í fundargerð fjölskylduráðs.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Maður sér sagnfræðinga framtíðarinnar fyrir sér, sérstaklega þá sem fá það verkefni að skrifa um sögu Hafnarfjarðar eftir um hundrað ár!!!  Til hvers er verið að þessu, er ekki betra að sleppa því að skrifa svona?

Jú annars, af hverju er maður svona neikvæður? Það er ýmislegt bitastætt í þessu: Halli spurði Gunnar tild dæmis um fjarvöktun dælu. Að maður tali ekki um útboð og dreifingu hrossataðs!!! Allt annað fellur í gleymskunnar dá, væntanlega. 

Ágúst Ásgeirsson, 16.2.2009 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband